Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 100
98
BALDUR JÓNSSON
ANDVARI
síður á strik og menn glati jafnvel tilfinningunni fyrir því, að um eignarfalls-
samsetningu sé að ræða. Ef mín hugmynd er rétt, ættu nöfnin Grensássvegur,
Laufássvegur, Digranessvegur, Reykjanessbraut, Laugarnesshverfi, Akra-
nesskaupstaður o.s.frv. að vera eignarfallssamsetningar og þess vegna með
tveimur s-um í rituðu máli, sbr. Reykjavíkur/borg, Hafnarfjarðar/vegur,
Akureyrar/kaupstaður, þar sem enginn vafi leikur á. Eigi að síður skirrast
menn við að skrifa tvös í fyrrgreindum nöfnum eins og glöggt má sjá á nýjum
götunafnaskiltum í Reykjavík.
Reglan um eignarfallssamsetningu, þegar forliður er samsett orð, er í
rauninni viðurkennd í réttritunarreglum, þar sem kennt er, að ekki skuli rita
þrjús í röð, ef eitt þeirra er eignarfallsess. Samkvæmt því á að skrifa Árnes-
sýsla, Reykjanesskagi og Snœfellsnessýsla. Hins vegar á að skrifa þrjú ess í
Fosssel og krosssaumur (Halldór Halldórsson 1974:127-128).
Dæmin Laufássvegur, Digranessvegur og Árnessýsla segja í rauninni ekk-
ert af né á um eignarfallsregluna. En til eru önnur dæmi um frávik frá henni,
og væri fróðlegt að heyra álit annarra á þeim. Sjálfur hefi ég ofurlitlar
áhyggjur af fáeinum orðum úr atvinnulífi voru: saltfisk/verkun (dæmi úr
fjölmiðlum), kísilmálm/verksmiðja, kísilgúr/verksmiðja, járnblendi/verk-
smiðja (koma öll fyrir í lögum).
í orðabók Sigfúsar Blöndals er að finna samsetningarnar saltfisks/tegund
og saltfisks/verkun, en forliðurinn saltfisk- er ekki í þeirri bók fyrr en í
viðbætinum frá 1963. Þar eru taldar upp saltfisk/breiða, -framleiðsla, -hring-
ur, -markaður, -sala, -veiði, -verkun, -verslun og -þurrkun. Orðin bolfiskur,
freðfiskur og harðfiskur sjást ekki í samsetningum í orðabók Blöndals, ekki
einu sinni í viðbætinum frá 1963, enda hygg ég, að þær hafi að mestu verið
notaðar eftir þann tíma og þá, eins og saltfiskur, án eignarfalls-s1.
Hvaða skýringar eru nú tiltækar? Nefna má fáein atriði, sem í hug koma.
1. Nú er varla um það að ræða, að orðið saltfiskur sé að verða ósamsett orð í
vitund fólks. Þótt svo væri, yrði forliður þessara orða tvíkvæður, og ætti þá af
þeim sökum fremur að vera í eignarfalli samkvæmt því, sem fyrr var sagt.
2. Þá er nær lagi að hugsa sér, að menn skipti orðinu ranglega, ef svo mætti
segja, geymi í huga sér oröin fisk/breiða, -framleiðsla, -hringur, -markaður,
-sala, -veiði, -verkun, -verslun og -þurrkun og skeyti svo liðnum salt- fyrir
framan, sbr. orðin þjóð/hagfrœði ogflug/vélstjóri.
3. Ef til vill er verið að skjóta sér undan því að nota eignarfallsess til að
forðast fjögur samhljóð í röð eins og í saltfisksverkun eða fimm eins og í
saltfisksframleiðsla, sbr. einnig kísilmálm(s)verksmiðja.
4. Reglan um skyldubundið eignarfall í samsettum forliðum er beinlínis
röng eða bundin við tiltekna stofna.