Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 104
102
BALDUR JÓNSSON
ANDVARl
Og enn má spyrja, hvaða áhrif það muni hafa, ef sumir beygingarflokkar
leggjast algerlega niður. Við vitum, að orð hafa flust á milli beygingarflokka
án þess að varðveislu málsins stafi umtalsverð hætta af. Breytingar hafa
einnig orðið á sumum beygingarendingum. En hversu mikilvægt er að halda
beygingarflokkunum hinum sömu? Ég er hræddur um, að enginn þeirra megi
hverfa og það spilli einungis fyrir að bæta nýjum beygingum við. Þó sé enn
varhugaverðari öll tilhneiging til að hækka hlutfall óbeygjanlegra Grða.
Þetta eru aðeins dæmi um þann fjölda spurninga, sem Ieita á íslenskan
málræktarmann. Sumum þeirra verður seint eða aldrei svarað, og sumar eru
utan þeirra marka, sem málvísindum eru sett. En ég vildi mega óska þess, að
málfræðingar létu samt sem flestar þeirra til sín taka, hjálpuðu til að leita
svara við einhverjum þeirra. Til dæmis virðist mér full þörf á því að beina
athyglinni meira að stærð og stærðarhlutföllum ýmissa málfyrirbæra en gert
hefir verið.
(Flutt á orðanefndaþingi í nóvember 1983)
HELSTU HEIMILDIR
Alexander Jóhannesson. 1927. Die Suffixe im Islandischen. Fylgir Árbók Háskóla fslands 1926-27.
Prentsmiðjan Gutenberg. Reykjavík.
-. 1929. Die Komposita im Islandischen. Rit Vísindafélags íslendinga. 4. Prentsmiðjan Gutenberg.
Reykjavík.
Baldur Jónsson. 1984. „Samsett nafnorð með samsetta liði. Fáeinar athuganir." Festskrift til Einar
Lundeby 3. oktober 1984. Ritstjórar: Bernt Fossestol, Kjell Ivar Vannebo, Kjell Venás, Finn-Erik
Vinje. Novus forlag. Ósló. Bls. 158-174.
Halldór Halldórsson. 1950. íslenzk málfrœði handa œðri skólum. ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík.
-. 1969. „Nokkur erlend viðskeyti í íslenzku og frjósemi þeirra.“ Einarsbók. Afmœliskveðja til Einars ÓI.
Sveinssonar 12. desember 1969. Nokkrir vinir. Reykjavík. Bls. 71-106.
-. 1971. íslenzk málrœkt. Erindi og ritgerðir. Baldur Jónsson sá um útgáfuna. Hlaðbúð. Reykjavík.
-. 1974. Islensk réttritun. Leiðbeiningabók handa kennurum og öðru áhugafólki. Ríkisútgáfa námsbóka.
Reykjavík.
-. 1975. Old lcelandic heiti in Modern lcelandic. University of Iceland Publications in Linguistics. 3.
Institute of Nordic Linguistics. Reykjavík.
Jón Helgason. 1959. „Hrein íslenzka og miður hrein.“ Ritgerðakorn og rœðustúfar. Félag íslenskra
stúdenta í Kaupmannahöfn. Reykjavík. Bls. 216-230.
Leijström, Gunnar, Jón Magnússon og Sven B.F. Jansson. 1955. Islandsk-svensk ordbok. íslenzk-saensk
orðabók. 2. útgáfa, aukin. Kooperativa förbundets bokförlag. Stokkhólmi. Bls. XXIX-XXXIV.
Mulford, Randa. 1980. Lexical Innovation in Modern Icelandic. Stanford University. [Óprentuð náms-
ritgerð]