Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 14

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 14
12 INGVAR GÍSLASON ANDVARI skólans á Akureyri án nokkurrar meðalgöngu Hins almenna mennta- skóla í Reykjavík. Ári síðar, 1930, var Menntaskólinn á Akureyri formlega stofnaður. Er ótvírætt að stofnun Menntaskólans á Akureyri breytti miklu um sókn fátækra unglinga til langskólanáms. Þar opnuð- ust möguleikar, sem ekki voru áður fyrir hendi, og varð þeim hvatning, sem námslöngun höfðu, en ekki áttu mikinn kost þess að leggja út á slíka braut. Nú er að vísu eins víst að Ólafur Jóhannesson hefði ekki sett fyrir sig að setjast í Menntaskólann í Reykjavík, ef svo hefði staðið á, en trúlegt er að hann hafi orðið fyrir áhrifum af menntaskóla- hreyfingu Norðlendinga og eygt í henni nokkra von fyrir sig. Hann sótti um inngöngu í Gagnfræðaskólann á Akureyri, settist þar í fyrsta bekk haustið 1929, þá 16 ára. Framundan var sex vetra nám. Ásetn- ingur hans var að ljúka stúdentsprófi, þegar þar að kæmi, og einboðið að námi sínu lyki hann á Akureyri sem og varð. Á námsárum Ólafs í Menntaskólanum á Akureyri var skólinn reyndar að því leyti til einhæfur að þar starfaði ekki eiginleg stærð- fræðideild eða raungreinadeild, heldur máladeild einvörðungu að kalla. Ýmsir settu þetta fyrir sig sem eðlilegt var, enda var stærðfræði- deild stofnuð 1935. Þrátt fyrir þessa einhæfni bendir ekkert til annars en að Menntaskólinn á Akureyri hafi reynst góður skóli þegar á fyrstu árum sínum og þar hafi nemendur öðlast staðgóða skólamenntun og undirbúning undir margs konar háskólanám. Ólafur reyndist hinn besti námsmaður og í hópi þeirra sem jafnan skipuðu efstu sæti á prófum. Stúdentspróf tók hann vorið 1935 og stefndi að því að lesa lögfræði við Háskóla íslands. Að vísu mun honum eitthvað hafa komið í hug að stunda annað háskólanám og þá utanlands, en til þess kom ekki. Má af orðum Ólafs sjálfs greina að lögfræðin hafi verið honum hugleikin frá ungum aldri og síst neinn vandræðakostur að gefa sig að henni. Má reyndar augljóst vera af því sem á eftir fór að þar var réttur maður á réttum stað, þegar Ólafur Jóhannesson settist í lagadeild Háskóla íslands haustið 1935. Hann stundaði námið af elju og kost- gæfni og lauk embættisprófi vorið 1939 eftir skemmri námstíma en algengt var og hlaut hærri einkunn en aðrir höfðu til þessa hlotið á lagaprófi, fór með því fram úr meti Bjarna Benediktssonar, sem reyndar var kennari Ólafs og réð því nokkru um það að Ólafur hryndi hans eigin prófmeti. Annars voru þeir Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson jafn ólíkir um margt sem þeir voru líkir um annað, í senn samstæður og andstæður. Gáfnafar þeirra var um margt líkt og fræðileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.