Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 83
ANDVARI
I LEIT AÐ EIGIN SPEGILMYND
81
fólgin í eðli orðlistarinnar, tæki hennar: tungumálinu. Það gerir hreina,
fullvalda formgerð í skáldskap óhugsanlega, tilraunir í þá veru að vindmyllu-
slag.
2
Abstrakthugtakið er erfitt viðureignar og um það skiptar skoðanir í mynd-
listarfræðum. í bókmenntaumræðu hefur það einnig haft afar óljósa merk-
ingu og náð yfir margskonar skáldskapareinkenni. í Hugtökum og heitum er
því lýst á eftirfarandi hátt:
I lfldngu við notkun orðsins um myndlist hefur það á síðustu áratugum verið notað
um bókmenntir sem minna á abstrakt myndlist að því leyti að megináherslan er ekki
lögð á inntak (frásögulegt samhengi, beinar lýsingar), heldur á hljóm, hugblæ, form
og byggingu.7
Þessi fáorða skilgreining er þeim annmarka háð að hún byggist á viðtekn-
um greinarmun, kyrrstæðri andhverfu á milli efnis og forms, inntaks og
umgjörðar. Hún tengir þannig án umsvifa „hljóm“ og „hugblæ“ við hið
formlega sem undirskilið er að hafi ekki merkingarlegt inntak. Slíkt er full
mikil einföldun eins og dæmin sýna. í Magnúsarkviðu eftir Jónas er að finna
þessi vísuorð:
Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru.
í hverju þessara vísuorða hafa breið sérhljóð þyngri áherslu en önnur, tvö í
hverri línu. Hvíslandi hljómur þeirra vekur ákveðna stemningu: unað og
þíðleik, ró, blíðu. Inntakið felst með öðrum orðum í efnislegum eigindum
orðanna. Málhljóðin eru ekki aðeins tómar táknmyndir heldur virðast þau
fela í sér merkingarmið sjálfra sín, hlutina sjálfa. Af þeim sökum er ofsagt að
ljóð Jónasar fjalli um eða vísi til náttúru fyrir utan textann. Ljóðið sjálft
er náttúra, veruleiki þess formið, listbrögðin. En venslin eru flóknari því
að ljóðið gefur tilefni til tveggja andstæðra staðhæfinga: þeirrar að textinn
feli í sér algera sértekningu, vísi til sjálfs sín og einskis annars; þeirrar að
textinn sé algerlega samsamaður ytri veruleiki, náttúran skíni í gegnum
gegnsæ orð. Fyrri fullyrðingin felur í sér að textinn sé þéttur og sjálfstæður. Sú
síðari að hann sé holur og ósjálfstæður. Báðar eru í sjálfu sér réttar því að
textinn speglar í senn veruleika málsins og veruleikann í málinu. Með þver-
6