Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 137
ANDVARI
LÍFERNISLIST OG LlTIÐ EITT FLEIRA
135
hans. Og hef ég raunar trú á því að hún hefði reynst honum gagnlegri en það
sem hann átti völ á 1915-18. Engin nauðsyn var að binda sig við ,,mælingar“
eða ,,atferlishyggju“, enda fæ ég vart séð hvernig það má samrýmast bók-
menntaskýringum.
Grunnviðhorf Sigurðar Nordals 1915-18 og líklega allar götur eftir það
voru tilvistarhyggjulegur húmanismi með sterku ívafi hugsjónar um hinn
fullkomna eða fullþroska mann. f þessu efni fylgdi hann tíðarandanum. Þá
sálarfræði sem hann notaði felldi hann undir þessi viðhorf sín og lét hana
þjóna þeim. Var hann þá alveg óragur við að kippa sálfræðilegum athugunum
úr heimspekilegu sambandi sínu, ef svo bauð við að horfa. T.a.m. held ég að
lítill vegur sé að bendla Theodule gamla Ribot við tilvistarhyggju og þá ekki
heldur William McDougall. Víst var Sigurður þarna í fullum rétti sínum.
Maður getur einungis harmað að hann skyldi ekki hafa haft úr meiru að spila.
IX.
Það er kannski út í hött að spyrja sjálfan sig að því og þau gögn sem fyrir
hendi eru hvort Sigurður Nordal hafi verið „góður“ sálfræðingur. í fyrsta íagi
var hann auðvitað ekki sálfræðingur í venjulegum skilningi, heldur bók-
menntafræðingur, ritskýrandi sem lét sér nægja að styðjast við sálfræðilegar
skýringar þegar á þurfti að halda. í öðru lagi fer svarið nokkuð eftir því
hvernig spyrjandanum falla í geð viðhorf hans til manns og mannlífs, lífs-
skoðun hans og heimsskoðun.
Það er innan þessara marka sem ég hreyfi við framangreindri spurningu án
þess að um raunverulegt svar sé að ræða.
Sérhver sálfræðingur sem tekur sér fyrir hendur að „útskýra“ fólk, hvort
heldur er í hjálparstarfi fyrir einstaklinga eða í tengslum við verk þeirra,
ba m. bókmenntaverk, þarf að sjálfsögðu að búa yfir lágmarksþekkingu í
ræðigrein sinni, kunna tilteknar tæknilegar aðferðir, sem gera honum kleift
aö „afla gagna“ og hann þarf að hafa hlotið vissa andlega þjálfun, sem er að
roestu leyti sameiginleg iðkendum flestra fræðigreina nútímans. En enginn
verður góður sálfræðingur af þessu einu saman. í starfi hans hlýtur ávallt
að koma að því að það verður eða þarf að verða persónulegt, skapandi starf,
sem liggur á mörkum vísinda og lista. Og þannig er það í öllum húmanískum
ræðum. Grundvallarskilyrði er að gott jafnvægi sé á milli þessara starfsþátta.
fyrrnefndu einkennin sitja mjög í fyrirrúmi er hætt við að fræðin verði
auð fræði eða „lífsgildi“ þeirra lítið. Beri sköpunarþátturinn annað ofur-
1 ier hætt v'ö lausbeisluðum hugarórum.
nðji þátturinn í starfi sálfræðings má ekki gleymast. Það er sá skilningur
Sem hann öðlast á sjálfum sér, oftast með mikilli og langvarandi vinnu. Sá