Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 85

Andvari - 01.01.1987, Side 85
ANDVARI í LEIT AÐ EIGIN SPEGILMYND 83 hlutirnir eru í okkar augum notagildi eða tæki til að uppfylla þarfir, leiðir að marki. Skáldmálið truflar þetta ástand: það nemur ekki staðar við nöfn hlutanna, hið þekkta og staðlaða, heldur veitir innsýn í verðandi þeirra og varanleik, endurreisir á þann hátt heiminn sem fyrirbæri í skynjun okkar; hversdagslegir hlutir verða nýir og ferskir: Rauð í framréttri hendi fjallsins ársólin9 Viðleitni af þessu tagi einkenndi verk margra þeirra skálda sem komu fram á 6ta áratugnum. Þau reyndu að endurskapa reynsluna sjálfa og sýna verund án hugtaks eða tilbúinnar merkingar, birta hið hlutstœða, konkreta. Þessi viðleitni afhjúpar þversögn róttæks skáldskapar: hann er tungumál á leið út úr sjálfu sér, eða öllu heldur, safn orða sem reynir að endurheimta hið orðlausa og upphaflega. Tilraun sem án efa er donkíkótísk því að formgerð skynjunar er í eðli sínu frábrugðin skrift. En viðleitni nýskáldanna fól um leið í sér öfluga hneigð til hins sértœka eins og fram hefur komið. Þau gerðu uppreisn gegn bókmenntum sem reynt höfðu að fela eigin veruleika í mál- legum og félagslegum klisjum. Þannig hefur það ætíð verið. Bókmenntirnar eru á sífelldri hreyfingu; þær upplifa sig í ó-bókmenntalegum heimi en þrá eigin sjálfumleika, eigin speg- ilmynd. Þetta ástand er líklega orsök bókmenntaþróunar. Hún á sér stað þegar meginstraumur bókmenntanna hefur samlagast ríkjandi orðræðu og orðið að tæki hennar. Að því leyti líkist hún persónuþroska hvers einstak- lings: baráttu hans við föðurvald; frelsisþránni. Fyrir fjölmörgum árum bentu rússneskir fræðimenn á að skáldverk væru kerfi listbragða sem vensluðust innbyrðis en hefðu mismunandi gildi. Sum væru áhersluþyngri og réðu bókmenntagildinu, væru ákveður eða dóminant- ar. Þeir bentu einnig á að ríkjandi listbrögð yrðu sjálfvirk með tímanum og of-venjuleg. Þá skapaðist nauðsyn á breytingu, nýjar ákveður kæmu til sögu, ný listbrögð tækju sæti hinna gömlu. Þeir sáu þannig bókmenntaþróunina fyrir sér sem sívirka byltingu, töldu að hún fælist í eðlislægri spennu innan bókmenntanna sjálfra, spennu sem kallaði sífellt á kerfisbreytingar10. Sam- kvæmt þessu framleiða bókmenntirnar sjálfar sig. Nýmæli stafa ekki af frumleika listamanns heldur nauðsyn sem býr í skáldskapnum sjálfum. Bók vex af bók. Taka má dæmi. Rím og bragur greindu íslenskan kveðskap frá annarri orðræðu fram undir miðja 19du öld. Þá varð breyting á; með Jóni Þorlákssyni, Bjarna og Jónasi. Ríkjandi listbrögð viku af því þau framand- gerðu ekki lengur tungumál og veruleika. Tilfærsla varð innan kerfisins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.