Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 21

Andvari - 01.01.1991, Page 21
ANDVARI BJÖRN SIGURÐSSON 19 aö eitt sinn þegar þeir voru á gangi saman á götu í Kaupmannahöfn hafi Björn trúaö honum fyrir því að Fischer hefði skrifað Rockefeller- stofnuninni í Bandaríkjunum og mælt með að hún veitti Birni styrk til vísindarannsókna. Björn bætir síðan við þessari látlausu athugasemd sem lýsir honum vel: „Hann heldur að ég geti kannski helst dundað við einhver vísindastörf“. Að lokinni þriggja mánaða námsdvöl á Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn sumarið 1940 hvarf Björn heim til íslands þá um haustið. Danmörk hafði nú verið hernumin af Þjóðverjum og á íslandi sat breskt herlið svo að ekki var auðvelt um ferðalög á milli landanna. Var hann í hópi íslendinga sem seinastir komu heim frá Norðurlönd- um um Petsamó, áður en allar leiðir lokuðust frá Evrópu vegna styrj- aldarinnar. Björn hóf nú aftur störf á sínum gamla vinnustað á Rann- sóknastofu Háskólans. Tæpu ári seinna, í júlí 1941, fór hann vestur um haf til Bandaríkjanna til þess að stunda rannsóknir við Rockefeller Institute for Medical Research í Princeton, New Jersey. Hlaut hann til þess styrk frá Rockefeller Foundation. Við Rockefellerstofnunina störfuðu þá afburðamenn í lífefnafræði og veirufræði og má þar helst nefna Wendell M. Stanley sem fyrstur hreinsaði tíglaveikiveiru tó- baksplöntu og ákvarðaði efnainnihald hennar. Þetta var í fyrsta sinn sem tókst að hreinsa veirur efnafræðilega og markaði tímamót í skiln- ingi manna á eðli veira. Björn vann að veirurannsóknum þau tvö ár sem hann dvaldist við meinafræðideild Rockefellerstofnunarinnar. Hann kannaði m.a. vöxt hundaæðiveiru, vesicular stomatitisveiru og inflúensuveiru í hænsna- fóstrum og áhrif hita og aldurs fóstursins á vöxtinn. Hann notaði síðan unguð hænuegg til þess að mæla magn vesicular stomatitisveiru og rannsaka sýruþol hennar. Niðurstöður rannsókna Björns við Rockefellerstofnunina birtust í fimm greinum á árunum 1942-1943. Arið 1943 sneri hann heim frá Bandaríkjunum. Gerðist hann enn að- stoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans og vann við þá stofnun næstu tvö árin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.