Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 22

Andvari - 01.01.1991, Page 22
20 HALLDÓR ÞORMAR ANDVARI V. Uppbygging tilraunastöðvar á Keldum Þótt rannsóknir á mannasjúkdómum væru höfuðverkefni Rannsókna- stofu Háskólans við Barónsstíg hófust þar snemma rannsóknir á bú- fjársjúkdómum undir forustu Níelsar Dungals prófessors í meina- og sýklafræði. Bæði var þetta eina rannsóknastofan á landinu í sjúkdóma- fræðum og þörfin brýn, einkum fyrir sauðfjárræktina sem þá var annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Nutu bændur þekkingar Níelsar Dungals og lifandi áhuga hans á sjúkdómarannsóknum. Þörfin fyrir rannsóknir á sauðfjársjúkdómum jókst mjög á árunum um og eftir 1940 þegar sjúkdómar, sem bárust til landsins árið 1933 með hinu svo- nefnda karakúlfé, fóru að valda verulegu tjóni. Þar var fyrst á ferðinni votamæðin, síðan garnaveiki og loks þurramæðin eða mæðin sem greindist árið 1939. Var nú auðsýnt að húsnæði fyrir dýratilraunir og önnur rannsóknaaðstaða á Rannsóknastofu Háskólans var ekki full- nægjandi til þess að anna sívaxandi þörf sauðfjárveikirannsóknanna. Árið 1941 ákváðu stjórnvöld að finna varanlega lausn á þessu máli og keyptu jörðina Keldur í Mosfellssveit til afnota fyrir búfjársjúk- dómarannsóknir. Hófust nú nokkrar deilur um það hvernig aðstaðan á Keldum skyldi nýtt og hverjir skyldu fara með yfirstjórn hennar. Verður sú saga ekki rakin hér enda hefur aðdraganda og fyrstu árum Tilraunastöðvarinnar á Keldum verið lýst nýlega í ítarlegri ritgerð eftir Pál Agnar Pálsson (sjá Heimildir og tilvísanir). Niðurstaðan varð sú að reisa á Keldum tilraunastöð í sjúkdómafræði sem heyrði undir lækna- deild Háskólans. Endanleg lög um Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði voru staðfest árið 1947. Stóðu þau allt til ársins 1990 þegar ný lög tóku gildi. Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum 1943 hóf Björn Sigurðsson störf á Rannsóknastofu Háskólans við rannsóknir í sauðfjársjúkdóm- um, einkum garnaveiki, sem höfðu borist til landsins með kara- kúlfénu. Þegar árið 1942 höfðu stjórnvöld ásamt Níelsi Dungal og samstarfsmönnum hans átt viðræður við fulltrúa Rockefellersjóðsins um möguleika á því að sjóðurinn veitti styrk til byggingar á fullkominni rannsóknastöð í búfjársjúkdómum. Haustið 1944 sendi ríkisstjórnin formlega umsókn til Rockefellersjóðsins um styrk til þess að koma upp slíkri stöð. Ákvað sjóðurinn vorið 1945 að veita ríflegan styrk til að reisa rannsóknastöð í meinafræði gegn jafnháu framlagi ríkissjóðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.