Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 27

Andvari - 01.01.1991, Page 27
ANDVARI BJÖRN SIGURÐSSON 25 stöður úr bólusetningartilraununum frá 1950 og 1951, sú síðasta sköinmu eftir andlát hans. Rannsóknir-Björns Sigurðssonar vöktu talsverða athygli meðal er- lendra vísindamanna. Sótti hann fund sérfræðinga um garnaveiki sem haldinn var á Englandi vorið 1955 og skýrði þar frá niðurstöðum sín- um. Ályktaði fundurinn að mæla með bólusetningaraðferð Björns til varnar garnaveiki í sauðfé. Þegar árið 1950 var mikill áhugi hjá bænd- um á að bólusetning hæfist í stórum stíl á garnaveikisvæðunum. Björn taldi það þó ótímabært þar sem þá var ekki enn örugg vissa um gagn- semi bólusetningarinnar, en vitað var að hún myndi gera það erfiðara að fylgjast með útbreiðslu náttúrulegrar sýkingar með blóð- og húð- prófum sem urðu jákvæð við bólusetningu. Bólusetning til varnar sjúkdómnum hófst þó haustið 1951 þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir úr tilrauninni frá 1947 til 1949. Bólusett lömb voru fáfyrsta árið en fjölgaði ár frá ári svo að haustið 1954 voru 68 þúsund ásetningslömb bólusett. Eftir það var fyrirskipuð almenn bólusetning gegn garnaveiki á sýktu svæðunum. Fór nú garnaveikin mjög að réna og hefur ekki síð- an valdið teljandi tjóni í héruðum þar sem hún var áður landlæg. Veik- inni var þó ekki útrýmt og þurfti að halda áfram bólusetningu til þess að koma í veg fyrir að hún gysi upp á nýjan leik. Erfitt er að meta hve mikla fjármuni garnaveikibólusetningin hefur sparað bændum og þjóðarbúinu, en í minningargrein segir Páll Agnar Pálsson yfirdýra- læknir m.a.: Má fullyrða að garnaveikibóluefnið hafi gerbreytt fjárhagslegri afkomu þús- unda bænda hér á landi, og er vandséð hvernig unnt hefði verið að halda áfram sauðfjárbúskap í stórum hlutum landsins, hefði bóluefni þetta eigi orðið til bjargar. Út frá árlegri dánartölu þegar veikin var í hámarki og að hún lækk- aði um meira en 90% eftir að bólusetning hófst, má áætla að 15 til 20 þúsund kindur hafi bjargast á hverju ári milli 1950 og 1960. Þannig hef- ur sparast sem svarar jafnmörgum ærverðum árlega. Má því ætla að kostnaður við byggingu og rekstur Tilraunastöðvarinnar á Keldum hafi með garnaveikirannsóknunum einum borgað sig margfaldlega. Sannaðist hér það sem Björn hafði haldið fram allt frá háskólaárum sínum um mikilvægi vísindarannsókna fyrir atvinnuvegina og þjóðfé- lagið í heild.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.