Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 31

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 31
ANDVARI BJÖRN SIGURÐSSON 29 áratug sem faraldurinn geisaði. Hefur verið áætlað að a.m.k. 150 þús- und fjár hafi drepist af völdum hennar. Ekkert var vitað með vissu um orsakir mæði þótt faraldsfræðilegar athuganir bentu til þess að hún væri smitsjúkdómur með langan með- göngutíma. Á árunum 1945 til 1951 gerðu Björn og samstarfsmenn hans nokkrar tilraunir með að sýkja heilbrigð lömb af mæði. Hafði hann þá þegar gert ítarlegar athuganir á einkennum sjúkdómsins í kindum sem höfðu sýkst eftir náttúrulegum leiðum og rannsakað lungnabreytingar bæði á byrjunarstigi og lokastigi. Tilraunirnar sýndu að hægt var að sýkja lömb af mæði með því að dæla í þau lungnavef úr sjúkum dýrum. Hið undarlega var að 30-36 mánuðir liðu frá því að lömbin voru sýkt og þar til þau sýndu einkenni um mæði. Hins vegar komu í Ijós smágerðar bólguskemmdir í lungunum skömmu eftir sýkingu. Ágerðust þær jafnt og þétt og orsökuðu loks ytri sjúkdóms- einkenni og dauða 2-3 árum seinna. Viðmiðunarhópar sem heilbrigð- um lungnavef var dælt í sýndu engar sjúklegar breytingar. Tilraunir þessar sýndu að mæðin er smitsjúkdómur með óvenjulega langan meðgöngutíma, sem kom heim og saman við faraldsfræðilegar athuganir Guðmundar Gíslasonar. Ekki var hægt að halda áfram sýkingartilraunum með mæði eftir 1952, þar sem þá var talið að búið væri að útrýma henni úr landinu með niðurskurði á öllu sjúku sauðfé. Að svo stöddu var því ekki unnt að rannsaka eðli sýkilsins nánar þótt ýmsar athuganir bentu til að hann væri veira. Á árunum 1935 til 1951 fór að bera á taugasjúkdómi í kindum á bæj- um á Suðvesturlandi sem var áður óþekktur á þeim slóðum. Sjúkdóm- ur þessi lýsti sér einkum í óstyrkleika í afturfótum sem smám saman ágerðist og leiddi til lömunar. Oftast sýndu aðeins fáar kindur á hverj- um bæ einkenni og eingöngu á bæjum þar sem mæði hafði áður gert vart við sig. í fyrstu var álitið að hér væri á ferðinni sjúkdómur sem hafði verið landlægur í nokkra áratugi á Norðurlandi og var kallaður riða. Rannsóknir Björns Sigurðssonar og samstarfsmanna hans á þessum taugasjúkdómi sem hófust 1949 bentu þó fljótlega til þess að um tvo ólíka sjúkdóma væri að ræða. í grein sem birtist 1957 nefndi Björn hinn nýja taugasjúkdóm visnu. í kindum sem voru sjúkar af visnu var veru- leg fjölgun á hvítum blóðkornum í mænuvökva en slík frumufjölgun var nær óþekkt í riðu. Þetta var í samræmi við skemmdir í miðtauga- kerfi. í riðu voru sýnilegar skemmdir óverulegar og þá einkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.