Andvari - 01.01.1991, Page 35
andvari
BJÖRN SIGURÐSSON
33
Björn varar þó eindregið við of mikilli miðstýringu vísindastarfsem-
innar:
Það má vel hugsa sér, að öll vísindaleg vinna í landinu sé keyrð í eitt nerjans
skipulagsbákn, þar sem öllum sé sagt fyrir verkum af einhverjum, sem ekki
þekkir það, sem hann er að tala um, og enginn ber þess vegna lengur ábyrgð á
sjálfum sér.
Ekki er grunlaust um, að þvílíkar hugmyndir eigi hjá sumum mönnum rót
sína í óljósum kvíða um, að þeir menn, sem til starfanna verða valdir, verði
ekki verki sínu vaxnir og þurfi þess vegna „aðhald“. Slíkum rnönnum bjargar
ekkert aðhald, allra sízt frá þeim, sem eru þeim ennþá ófróðari.
Grundvallarskilyrði til þess að fá menn, sem verði starfanum vaxnir, er
einmitt, að þeim sé boðin aðstaða, sem gerir kröfu til getu þeirra og lætur hana
njóta sín, en þeir eiga síðar sjálfir skömmina eða heiðurinn, eftir því sem þeir
duga til.
í framhaldi af þessu gerir Björn kjör vísindamanna að umræðuefni:
Annað atriði, sem þarfnast gagngerðra breytinga, eru kjör rannsóknamann-
anna. Eins og stendur hafa þeir flestir hverjir svipuð laun og verkamenn í al-
mennri vinnu, en sýnu lægri en sjómenn eða iðnaðarmenn. Þeir hafa þó lokið
10 til 20 ára kostnaðarsömu skólanámi og framhaldsvinnu, og er þá sleppt því,
að þeir eru venjulega hæfileikamenn, sem í öðrum starfsgreinum mundu geta
tryggt sér góða afkomu.
Eflaust leggur enginn fyrir sig vísindalega vinnu í ábatavon, en það væri
hæfilegt að þjóðfélagið sýndi þeim, að það mæti starf þeirra nokkurs og laun-
aði þá samkvæmt því. Hitt er óeðlilegt, að þeir hljóti aðeins 1/3 til 1/2 af laun-
um, sem prófbræður þeirra bera úr býtum hjá einkafyrirtækjum eða af eigin
rekstri.
Björn Sigurðsson átti frumkvæði að stofnun Vísindasjóðs og mun
hugmynd hans um slíkan sjóð fyrst hafa verið sett fram árið 1953.
Fylgdi hann hugmyndinni eftir af miklum dugnaði og var sjóðurinn
stofnaður 1957. Var markmið hans ekki síst að skapa ungum mönnum
starfsskilyrði við vísindaiðkanir hér á landi að afloknu námi. Birni var
það mikið áhyggjuefni hve margir ungir menntamenn, einkum þeir
efnilegustu, neyddust til að fara úr landi vegna þess hve þeir áttu hér
erfitt uppdráttar. Sá hann í þessu mikla hættu fyrir efnahagslíf þjóðar-
innar.
í minningargrein eftir Friðrik Einarsson lækni segir m.a.:
Skömmu fyrir dauða sinn sagði dr. Björn við mig: „Ég tók að gamni mínu
saman á biaði á hné mínu og gat strax skrifað upp nöfn 35 fullmenntaðra ís-
lendinga sem á síðustu árum hafa flúið land og sest að annars staðar, þar sem
3