Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 36

Andvari - 01.01.1991, Page 36
34 HALLDÓR ÞORMAR ANDVARI tækifæri eru nóg. Því hvert eitt land nema ísland tekur nú fullmenntuðum mönnum opnum örmum. Allar aðrar þjóðir vita, að vísindi, á hvaða sviði sem er, eru að verða undirstaða fyrir fjárhagslegum framförum". Björn varð formaður Rannsóknaráðs ríkisins 1954. Beitti hann sér þá fyrir því að sett væri á fót í ráðinu hagfræðileg athugun á stöðu rann- sóknastarfsemi í þágu atvinnuveganna og hve miklu fé væri varið til slíkrar starfsemi hér á landi miðað við aðrar þjóðir. Athugun þessi átti að vera ráðamönnum til leiðbeiningar. Jafnframt hófst hann handa ásamt samstarfsmönnum sínum í Rannsóknaráði að safna gögnum og gera drög að áætlunum um nýjar vísindastofnanir. í erindi sem Björn flutti árið 1959 reifar hann hugmyndir sínar um stöðu og stjórnun vís- indastofnana og rannsóknamála í heild. Leggur hann áherslu á mikil- vægi þess að vísindastofnanir njóti sjálfsforræðis en beri á hinn bóginn ábyrgð á starfsemi sinni. Hann segir m.a.: Mjög þarf að vanda val manna á stofnanir okkar og þá einnig manna til að stjórna þeim. Ef það tekst ekki vel, eru stofnanirnar ónýtar, hvernig sem að er farið, en ef það tekst vel og stofnanirnar rækja hlutverk sitt af myndarskap, þá gera þær mest gagn með því að vera tiltölulega óháðar ytri afskiptum. Ef ekki hefur tekist nægilega vel til með mannvalið, þá verður ekki bætt úr því með utanaðkomandi stjórn. Til þess að tryggja nauðsynlega samvinnu vísindastofnana annars vegar og atvinnuvega og stjórnvalda hins vegar leggur Björn til að sér- stök tilraunaráð eða rannsóknaráð starfi sem tengiliður fyrir hverja stofnun. Auk slíkra ráða telur hann að þörf sé á að stofna almennt nátt- úruvísindaráð í landinu sem væri til ráðuneytis og leiðbeiningar um meginstefnu í rannsóknamálum þjóðarinnar og sem ríkisvaldið gæti leitað álits hjá. Loks bendir hann á nauðsyn þess að samin sé endur- bætt löggjöf um heildarfyrirkomulag vísindamála í landinu og að und- irbúningur hennar sé að miklu leyti í höndum fulltrúa vísindastofnana. Allt til hinstu stundar var framgangur íslenskra raunvísinda Birni efstur í huga eins og ummæli ýmissa vina hans og samherja bera vitni. Þannig segir Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur í minningargrein: Framvinda og gengi íslenskra raunvísinda var honum hjartfólgnast allra mála, síðustu starfskröftum sínum varði hann, helsjúkur maður, til að vinna að til- lögum um framtíðarskipulag raunvísindastofnana á íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.