Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 36
34
HALLDÓR ÞORMAR
ANDVARI
tækifæri eru nóg. Því hvert eitt land nema ísland tekur nú fullmenntuðum
mönnum opnum örmum. Allar aðrar þjóðir vita, að vísindi, á hvaða sviði sem
er, eru að verða undirstaða fyrir fjárhagslegum framförum".
Björn varð formaður Rannsóknaráðs ríkisins 1954. Beitti hann sér
þá fyrir því að sett væri á fót í ráðinu hagfræðileg athugun á stöðu rann-
sóknastarfsemi í þágu atvinnuveganna og hve miklu fé væri varið til
slíkrar starfsemi hér á landi miðað við aðrar þjóðir. Athugun þessi átti
að vera ráðamönnum til leiðbeiningar. Jafnframt hófst hann handa
ásamt samstarfsmönnum sínum í Rannsóknaráði að safna gögnum og
gera drög að áætlunum um nýjar vísindastofnanir. í erindi sem Björn
flutti árið 1959 reifar hann hugmyndir sínar um stöðu og stjórnun vís-
indastofnana og rannsóknamála í heild. Leggur hann áherslu á mikil-
vægi þess að vísindastofnanir njóti sjálfsforræðis en beri á hinn bóginn
ábyrgð á starfsemi sinni. Hann segir m.a.:
Mjög þarf að vanda val manna á stofnanir okkar og þá einnig manna til að
stjórna þeim. Ef það tekst ekki vel, eru stofnanirnar ónýtar, hvernig sem að er
farið, en ef það tekst vel og stofnanirnar rækja hlutverk sitt af myndarskap, þá
gera þær mest gagn með því að vera tiltölulega óháðar ytri afskiptum. Ef ekki
hefur tekist nægilega vel til með mannvalið, þá verður ekki bætt úr því með
utanaðkomandi stjórn.
Til þess að tryggja nauðsynlega samvinnu vísindastofnana annars
vegar og atvinnuvega og stjórnvalda hins vegar leggur Björn til að sér-
stök tilraunaráð eða rannsóknaráð starfi sem tengiliður fyrir hverja
stofnun. Auk slíkra ráða telur hann að þörf sé á að stofna almennt nátt-
úruvísindaráð í landinu sem væri til ráðuneytis og leiðbeiningar um
meginstefnu í rannsóknamálum þjóðarinnar og sem ríkisvaldið gæti
leitað álits hjá. Loks bendir hann á nauðsyn þess að samin sé endur-
bætt löggjöf um heildarfyrirkomulag vísindamála í landinu og að und-
irbúningur hennar sé að miklu leyti í höndum fulltrúa vísindastofnana.
Allt til hinstu stundar var framgangur íslenskra raunvísinda Birni
efstur í huga eins og ummæli ýmissa vina hans og samherja bera vitni.
Þannig segir Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur í minningargrein:
Framvinda og gengi íslenskra raunvísinda var honum hjartfólgnast allra mála,
síðustu starfskröftum sínum varði hann, helsjúkur maður, til að vinna að til-
lögum um framtíðarskipulag raunvísindastofnana á íslandi.