Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 38

Andvari - 01.01.1991, Page 38
36 HALLDÓR ÞORMAR ANDVARI úr ferskum sjúkum vef reyndist vel, einkum ef notuð var æðaflækja innan úr heilaholi, en þar finnast oft miklar bólgubreytingar í visnu- sjúkum kindum. Björn dældi síðan síuðum sýktum frumuræktarvökva í lömb og fengu þau visnueinkenni. Þar með hafði verið sýnt fram á með nokkurri vissu að hér var sjálf visnuveiran á ferð. Ég hafði í fyrstu áformað að dveljast í eitt ár við Stanford háskóla í Bandaríkjunum á rannsóknastofu dr. van Niel, sem var „guðfaðir“ margra yngri örverufræðinga þar í landi. Björn hvatti mig hins vegar til frekara náms í veirufræði og kom mér fyrir á veirurannsóknastofnun Kaliforníuháskóla í Berkeley en þar var forstöðumaður Wendell M. Stanley sem Björn þekkti frá dvöl sinni við Rockefellerstofnunina. Kom okkur saman um að ég legði einkum stund á rannsóknir á veirum með rafeindasmásjá. Vorið 1958 skrifaði Björn mér til Bandaríkjanna og lagði til að ég sækti um styrk úr nýstofnuðum Vísindasjóði til árs- starfs á Keldum. Var mér veittur styrkurinn fyrir atbeina Björns og um haustið hófst mjög spennandi leit að visnuveirunni í sýktum frumu- gróðri. Hafði Björn nú einangrað allmarga stofna af visnuveiru í rækt og skoðaði ég þá hvern af öðrum í rafeindasmásjánni. Ekki leið á löngu áður en hrúgur af kúlulaga ögnum sem líktust veirum sáust við yfirborð sýktra frumna. Einnig sást hvernig þessar agnir urðu til við einskonar knappskot út úr frumuhimnunni. Frekari athuganir bentu eindregið til þess að agnirnar væru visnuveirur. Hver ögn var um einn tíuþúsundasti úr millimetra í þvermál og með þéttum kjarna. Útlit þeirra og myndun með knappskoti minntu á æxlisveirur úr músum og hænsnum sem þá var nýlega farið að rannsaka. Haustið 1958 varð vart við mæði í sauðfé á Vesturlandi og voru lungu úr sjúkum kindum flutt að Keldum til rannsókna. Setti Björn nú bita úr mæðisjúkum lungnavef í tilraunaglös eins og áður hafði verið gert með æðaflækju úr visnuheilum. Frumugróðurinn sem óx út frá bitunum sýndi brátt sjúklegar breytingar sem voru svipaðar visnu- breytingum í frumurækt. Brátt þótti sýnt að hér væri komin sú veira sem orsakaði mæði. Var nú veiran einangruð úr nokkrum lungum og olli alltaf sams konar frumubreytingum sem þó virtust fara sér hægar en breytingar af völdum visnuveiru. Skoðun á mæðisýktum frumum í rafeindasmásjá leiddi í ljós agnir sem voru áþekkar visnuveiruögnun- um og mynduðust á sama hátt með knappskoti. Þessar rannsóknir vöktu fjölmargar spurningar um eðli og eiginleika visnu- og mæðiveira, hvort þær væru skyldar og hvernig þær valda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.