Andvari - 01.01.1991, Page 39
andvari
björn sigurðsson
37
sjúkdómi. Sumum þeirra var svarað á næstu árum en öðrum er enn
ósvarað. Síðari rannsóknir sýndu að visna og mæði orsakast af sömu
veirutegundinni en þó líklega af mismunandi afbrigðum af henni.
Fyrstu veirurnar sem valda hæggengum sjúkdómum höfðu nú verið
„handsamaðar“ í tilraunaglösum þar sem allar rannsóknir á þeim voru
miklu auðveldari en í sjúkum dýrum. Fljótlega var farið að nota blóð-
próf til þess að greina mæði og átti það þátt í því að endanlega var hægt
að útrýma þessum sauðfjársjúkdómi úr landinu. En Björn var stöðugt
að velta fyrir sér nýjum hugmyndum og möguleikinn á því að hinn
skæði taugasjúkdómur í fólki, M.S., orsakaðist af veirum var honum
ofarlega í huga. Byrjaði hann að rækta frumur úr mannaheilum og
gerði tilraunir með að sýkja þær með síund af heilum úr nýlátnum
M.S. sjúklingum. Síðan var reynt að greina hvort einhverskonar sjúk-
legar breytingar kæmu fram í frumunum og þær voru skoðaðar í raf-
eindasmásjá til þess að leita að ögnum sem líktust veirum. En þegar
hér var komið var Björn helsjúkur maður og vann að rannsóknunum
fremur af vilja en mætti. Síðsumars 1959 var hann fluttur á sjúkrahús í
Kaupmannahöfn og var þá ljóst að hverju stefndi. Hugurinn var þó
stöðugt við rannsóknirnar og um miðjan september skrifaði hann mér
bréf og mun það vera seinasta ritsmíð hans. í því segir hann m.a.:
Mig langar til að heyra frá þér hvernig gengur E.M. vinnan. Er það rétt, að þú
sért búinn að sjá og taka myndir af öllum veirustofnum, sem við höfum ræktað
úr bæði visnu og mæði? Hefur ekki verið talsvert af typískum ögnum í öllum
þeim stofnum?
Mér er alveg ljóst, að strax og við birtum vefjaræktunargreinina um visnu,
verður víða farið af stað með visnurannsóknir og margs konar augljós paralell-
ismi dreginn tii að hefja hliðstæðar rannsóknir á M.S. vegna þess hvað hún er
stór fiskur í sjónum.
Nú langar mig til að spyrja þig: Er ekki að þínum dómi líklegt að takast
mætti að finna svo mikið af ögnunum okkar í M.S.-vefjakultúr að duga mætti
til að færa statistiskar líkur fyrir því að þær séu specific fyrir M.S.-heilakult-
úrana? Sama stærð og á visnuveiru myndi vera röksemd til stuðnings.
Ef okkur sýndist, gætum við stórhert á M.S. -vinnunni með því að slaka á
veiruvinnunni í bili. Þessar preliminer athuganir ættu þá að birtast samtímis
visnugreininni, jafnvel í henni.
Líðanin er svipuð og verið hefur.
Björn lést rúmum mánuði eftir að þetta bréf var skrifað.