Andvari - 01.01.1991, Page 41
andvari
BJÖRN SIGURÐSSON
39
scrapie er smitsjúkdómur og hafði Björn talið hann til hæggengra
smitsjúkdóma. Gajdusek hóf nú tilraunir með að sýkja apa með kúru
samkvæmt þeirri tilgátu að kúru væri hæggengur smitsjúkdómur. Ap-
arnir fengu einkenni um kúru eftir 172-3 ár og dró sjúkdómurinn þá
smám saman til dauða. Hér var því um hæggengan smitsjúkdóm að
ræða. CJD er mjög sjaldgæfur taugasjúkdómur sem leggst einkum á
eldra fólk. Hann hefur verið þekktur á Vesturlöndum í að minnsta
kosti 70 ár og líkist kúru. Árið 1968 tókst að sýkja apa með CJD og var
meðgöngutíminn 1-2 ár eða lengri. Sjúkdómurinn ágerðist jafnt og
þétt og leiddi til dauða. CJD var því hæggengur smitsjúkdómur sam-
kvæmt skilgreiningu Björns.
Þessar rannsóknir vöktu mikla athygli enda var Gajdusek óþreyt-
andi að kynna þær í ræðu og riti á ferðum sínum um heiminn. Þær stað-
festu þær hugmyndir Björns að hæggengir smitsjúkdómar kæmu ekki
einungis fyrir hjá dýrum heldur einnig mönnum. Þrátt fyrir umfangs-
miklar tilraunir hefur ekki enn tekist að sýna fram á að aðrir hæggengir
taugasjúkdómar í fólki, t.d. Alzheimersjúkdómur, séu smitsjúkdóm-
ar.
Vafalaust átti kenning Björns um hæggenga smitsjúkdóma drjúgan
þátt í því hve tilraunir Gajduseks með kúru og CJD urðu árangursrík-
ar. Enda hefur hann látið verk Björns njóta sannmælis og ávallt vitnað
í þau, bæði í þeim fjölmörgu greinum sem hann hefur birt um rann-
sóknir sínar og í fyrirlestrum sem hann hefur haldið víða um heim.
Arið 1976 hlaut Gajdusek nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði
fyrir rannsóknir sínar á kúru og CJD. Ef Björn hefði þá verið á lífi er
líklegt að verðlaununum hefði verið skipt milli hans og Gajduseks.
Varla hefði verið gengið fram hjá Birni sem var höfundur þeirra hug-
mynda sem lágu til grundvallar.
Þótt vonir um að visna tengdist einhverjum hæggengum mannasjúk-
dómum hafi að mestu brugðist, hafa visnu- og mæðiveirurannsóknir
skilað góðum árangri á þeim rúmlega 30 árum sem liðin eru frá dauða
Björns. Margar þessar rannsóknir hafa verið unnar á Keldum, bæði
fyrr og síðar, en einnig á öðrum rannsóknastofum í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Áhugi á visnurannsóknum jókst verulega þegar það sann-
aðist að alnæmisveiran er náskyld visnu/mæðiveirunni en ekki er hægt
að fullyrða að visnurannsóknir hafi á einhvern hátt stuðlað að hinni
skjótu framvindu alnæmisrannsókna. Líklegra er að þar hafi þekking
manna á öðrum retróveirum, svo sem æxlisveirum, skipt meira máli.