Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 53

Andvari - 01.01.1991, Page 53
ANDVARI JÓRVÍKURFÖR í EGILS SÖGU 51 ir ofsafengið níð sitt gagnvart þeim Eiríki og Gunnhildi. Goðmögn landsins eru nánast samsömuð lögunum og höfðingjum þeim sem gæta þeirra. Kon- ungur á þess kost að fara að lögum, en með því að brjóta þau ögrar hann goðmögnum. Þegar við þetta bætast bræðravíg er tilefni nóg til goðagremi, en hægt er að líta svo á að Egill hafi átt þátt í að leysa hana úr læðingi með níði sínu um Eirík. Konungur verður landflótta skömmu síðar, og eðlilegt er að sjá samband á milli þótt sagan gefi kost á fleiri skýringum. Sagan þarf á að halda þessari sterku fordæmingu á athöfnum Gunnhildar og Eiríks svo að lesandi taki sem sjálfsögðum hlut ofsafengnum viðbrögðum Egils. Hann drepur fjölda konungsmanna, drepur ungan son konungs, sem tilviljun lætur verða á vegi hans, og reisir konungi og drottningu níðstöng áður en hann siglir til íslands. Óhætt er að segja að hann komi fullum hefnd- um fram fyrir það sem gert hefur verið á hlut hans, og ef litið er á manna mun hefur hann unnið konungi óbætanlegt tjón og skert sæmd hans með þeim hætti að höfuð hans yrði að telja léttvægar bætur fyrir þótt hausinn hafi verið þungur og harður. Maður með skapgerð Egils hlaut líka að skilja það að sonarbana yrðu aldrei grið gefin ef færi gæfist á að sækja hann með vopnum, og gildir þá einu hvort miðað er við kvæði hans ein (st>r- Sonatorrek) eða söguna. Samt fer Egill aftur á fund konungs eins og sagt er frá í 59. til 61. kap., þættinum um Jórvíkurför. Fundur Egils og Eiríks í Jórvík leiðir ekki til fuilra sætta, eins og áður var vikið að, en formlega séð fullnægir hann þörf frásagnarinnar fyrir að binda enda á átökin með sættum. Höfuðlausnarminninu, sem án efa var gamalt og hefðbundið, er hér snilldarlega beitt. En slíkar formlegar skýringar á Jórvík- urför Egils eru bersýnilega ófullnægjandi, þótt erfitt geti reynst að komast að samkomulagi um aðrar. Segja má að ákvörðun Egils að fara til Jórvíkur á fund Eiríks og Gunnhild- ar sé tvíþætt. í fyrsta lagi segir sagan að Gunnhildur hafi látið efla seið til að koma honum á fund þeirra, enda fer það svo að Egill tekur ógleði mikla að vetrarlagi og ákveður að fara til Englands á fund Aðalsteins konungs vinar síns um sumarið. Fyrir nútímalesanda er freistandi að túlka ógleði Egils táknrænt eða sálfræðilega. Það er einhver órói í undirvitundinni sem knýr hann til að leita á fund óvinar síns Eiríks konungs, einhver þörf fyrir að sætt- ast við Noregskonung. Slíkur hugsanagangur getur þá minnt á eina af snjöll- um athugasemdum norska rithöfundarins Hans E. Kincks um Egils sögu: Den sagas sjelelige hovedinnhold er nemlig i virkeligheten dens utflyttede hdvdingers likvidasjon av folelsene mot gamlelandet: det er foregátt et brutalt opprykk, og ná sitter slintrene igjen og svir. . . . Hovedmotivet er denne ubevisste ve over á være rykket opp med rot . . . 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.