Andvari - 01.01.1991, Page 55
andvari
JÓRVÍKURFÖR í EGILS SÖGU
53
Vafalaust hafa höfundur Egils sögu og samtímamenn hans þekkt frásagnir
um að Egill hafi leyst höfuð sitt með því að flytja Eiríki blóðöx kvæði í Jór-
vík. Augljóst er að höfundur Egils sögu hefur viljað Iáta koma fram að kon-
ungur hafi átt Agli svo illt að launa að óhugsandi hefði verið að Egill hefði
komið á fund hans af algerlega frjálsum vilja. En jafnframt kemur skýrt fram
að Egill metur meira sæmd sína en líf; það hefði ekki verið Iíkt honum að láta
taka sig til fanga á flótta. í sögunni er tilviljun og frjálsri ákvörðun fléttað
mjög haglega saman, og höfundi er svo mikið í mun að lesendur eða áheyr-
endur velkist ekki í vafa um afstöðu Egils að hann opnar sýn inn í hug hans
með óvenjulegum hætti.
Hér verðum við enn að minna okkur á að Egils saga er ekki raunsæ frá-
sögn. Eað er út í hött að spyrja hvernig í ósköpunum nokkur maður á Norð-
ymbralandi hefði átt að þekkja Egil, eða hvernig konungur hefði átt að geta
frétt af honum og náð honum áður en hann var kominn út fyrir yfirráðasvæði
hans og inn í ríki Aðalsteins konungs vinar síns. Egill sýnir hér eins og annars
staðar í sögunni einstakt hugrekki, að ekki sé sagt fífldirfsku, og kemst upp
með það.
III
Svo er að sjá sem höfundur Egils sögu hafi sett sér það markmið að skapa úr
þeim efniviði munnmæla og frásagnarhefða, sem honum var tiltækur, röð
tilkomumikilla einstaklinga sem nær hámarki með manni sem felur í sér all-
an lífsþrótt og líkamsstyrk, allt vit og málsnilld hinnar frjálsu bændastéttar
sem hann taldi að hefði fundið sér griðastað á íslandi, manni sem getur stað-
ið á rétti sínum í átökum við Noregskonunga, manni sem vissulega hagar sér
°ft mjög ókonunglega en vekur þó engu minni virðingu en konungarnir sjálf-
ir. í fyrstu átökum var maður af ætt þessari aðeins þrjú fet frá því að drepa
sjálfan Harald hárfagra, ættföður Noregskonunga. En hinn ljóshærði og
fagri Þórólfur hafði kosið að gerast konungsmaður og galt fyrir með lífi sínu.
Skallagrímur bróðir hans, svartur og ófríður, gekk aðeins einu sinni á kon-
ungs fund, og þá til að beiðast bóta fyrir bróður sinn. Það var djörf og
ögrandi ferð sem hefði kostað hann lífið ef hún hefði ekki verið svo vel skipu-
lögð að hann komst undan með menn sína. Eftir það verður Skallagrímur
bóndi á íslandi, og því er vandlega lýst hve góður bóndi hann er, árrisull og
hagur. Það er eins og í þeirri lýsingu sé lögð að jöfnu sú sæmd sem bóndinn
getur aflað sér heima í héraði og hin sem fæst í hernaði og með konungsþjón-
ustu.
Þegar Egill er kynntur til sögu hægir frásögnin mjög á sér og það er full-
'Jóst að aðalpersónan er að koma inn á sviðið. Vafasamt er að höfundur hafi