Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 55

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 55
andvari JÓRVÍKURFÖR í EGILS SÖGU 53 Vafalaust hafa höfundur Egils sögu og samtímamenn hans þekkt frásagnir um að Egill hafi leyst höfuð sitt með því að flytja Eiríki blóðöx kvæði í Jór- vík. Augljóst er að höfundur Egils sögu hefur viljað Iáta koma fram að kon- ungur hafi átt Agli svo illt að launa að óhugsandi hefði verið að Egill hefði komið á fund hans af algerlega frjálsum vilja. En jafnframt kemur skýrt fram að Egill metur meira sæmd sína en líf; það hefði ekki verið Iíkt honum að láta taka sig til fanga á flótta. í sögunni er tilviljun og frjálsri ákvörðun fléttað mjög haglega saman, og höfundi er svo mikið í mun að lesendur eða áheyr- endur velkist ekki í vafa um afstöðu Egils að hann opnar sýn inn í hug hans með óvenjulegum hætti. Hér verðum við enn að minna okkur á að Egils saga er ekki raunsæ frá- sögn. Eað er út í hött að spyrja hvernig í ósköpunum nokkur maður á Norð- ymbralandi hefði átt að þekkja Egil, eða hvernig konungur hefði átt að geta frétt af honum og náð honum áður en hann var kominn út fyrir yfirráðasvæði hans og inn í ríki Aðalsteins konungs vinar síns. Egill sýnir hér eins og annars staðar í sögunni einstakt hugrekki, að ekki sé sagt fífldirfsku, og kemst upp með það. III Svo er að sjá sem höfundur Egils sögu hafi sett sér það markmið að skapa úr þeim efniviði munnmæla og frásagnarhefða, sem honum var tiltækur, röð tilkomumikilla einstaklinga sem nær hámarki með manni sem felur í sér all- an lífsþrótt og líkamsstyrk, allt vit og málsnilld hinnar frjálsu bændastéttar sem hann taldi að hefði fundið sér griðastað á íslandi, manni sem getur stað- ið á rétti sínum í átökum við Noregskonunga, manni sem vissulega hagar sér °ft mjög ókonunglega en vekur þó engu minni virðingu en konungarnir sjálf- ir. í fyrstu átökum var maður af ætt þessari aðeins þrjú fet frá því að drepa sjálfan Harald hárfagra, ættföður Noregskonunga. En hinn ljóshærði og fagri Þórólfur hafði kosið að gerast konungsmaður og galt fyrir með lífi sínu. Skallagrímur bróðir hans, svartur og ófríður, gekk aðeins einu sinni á kon- ungs fund, og þá til að beiðast bóta fyrir bróður sinn. Það var djörf og ögrandi ferð sem hefði kostað hann lífið ef hún hefði ekki verið svo vel skipu- lögð að hann komst undan með menn sína. Eftir það verður Skallagrímur bóndi á íslandi, og því er vandlega lýst hve góður bóndi hann er, árrisull og hagur. Það er eins og í þeirri lýsingu sé lögð að jöfnu sú sæmd sem bóndinn getur aflað sér heima í héraði og hin sem fæst í hernaði og með konungsþjón- ustu. Þegar Egill er kynntur til sögu hægir frásögnin mjög á sér og það er full- 'Jóst að aðalpersónan er að koma inn á sviðið. Vafasamt er að höfundur hafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.