Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 56

Andvari - 01.01.1991, Side 56
54 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI getað þekkt nokkra bók þar sem svo gaumgæfilega var sagt frá barni, nema þá Lúkasarguðspjall, og er vissulega ólíku saman að jafna. Egill er frá upp- hafi tilkomumikill, en honum er lýst með mikilli kírnni, og ýmsir skoplegir þættir eru í skapgerð hans. Hann er í raun andstæða hirðmannsins, aðals- mannsins, og það er undirstrikað með lýsingu bróður hans. Egill er góður bóndi engu síður en faðir hans, en hann er líka víkingur og skáld. Og þegar hann lendir í átökum við Noregskonung, vinnur hann honum mikið tjón og vegskarð en tekst þó að komast að eins konar sættum, sem gætu litið út fyrir að vera auðmýkjandi fyrir konung. En vafalaust á þó að skilja sættirnar í Jórvík sem dæmi um mikilmennsku konungs. Aðeins mikilmenni hefði get- að gert það sem Eiríkur gerir í Jórvík, eins og Arinbjörn útskýrir fyrir les- endum, þótt líkurnar fyrir því að hann sýndi slíka mikilmennsku væru hverf- andi. í sögunni er dregin upp með skýrum dráttum mynd af tveim mikilmennum sem horfast í augu. Arinbjörn og Gunnhildur standa sitt til hvorrar hliðar en þau hverfa í skuggann þegar Egill rís upp til að flytja kvæði sitt og mætir augnaráði konungs. Konungurinn og bóndinn eru jafningjar þegar mælt er á kvarða siðferðisstyrks og hetjuskapar. Það er eftirtektarvert að bræður með ólíka eiginleika koma fram í báðum þeim kynslóðum sem sagan segir einkum frá. Þeir sem eru ljóshærðir og fagrir eiga létt með að komast í vinfengi við konunga, en þeir farast; hinir, sem eru dökkir, hamrammir og ófríðir, hafa nægilegan styrk og vit til að komast af, enda verða þeir ellidauðir. Þessi greinarmunur ýtir undir þann skilning að dökku hetjurnar séu fulltrúar bændastéttar og sýni náin tengsl hennar við náttúruna en þeir ljóshærðu séu fulltrúar aðals. Ljóshærðar hetj- ur fornbókmenntanna sem eiga sér frummynd í Sigurði Fáfnisbana, eru tragískar hetjur sem birta hugsjónir hermanna og aðals sem tignaði Óðin, enda einatt taldir afkomendur hans. Dökku og ófríðu hetjurnar eiga miklu meira skylt við Þór, guð náttúru og bændastéttar bæði á íslandi og í Noregi. Þeir eru í eðli sínu kómískir, eins og rækilega kemur fram í Egils sögu, en eitt af því sem gerir Egil að samsettri persónu, þegar tillit er tekið til kvæða hans, er að hann tilbiður Óðin.4 IV Þegar því er haldið fram að höfundur Egils sögu hafi valið þann kost að ýkja það sem Egill hafði gert á hlut þeirra Eiríks blóðaxar og Gunnhildar til að gera för hans á fund þeirra sem allra hættulegasta er ástæða til að minna á að flestir fræðimenn hafa nú um hríð verið sammála því að einn sé höfundur hennar og Heimskringlu, þ.e.a.s. Snorri Sturluson.10 Vinnubrögð Snorra í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.