Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 58

Andvari - 01.01.1991, Side 58
56 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARl bændahöfðingja þótt sums staðar gægist fram aðrar og lærðari hugmyndir komnar frá eldri ritum.14 Lítill vafi er á að Snorri hefur búist við og ætlast til að konungasögur hans næðu eyrum Norðmanna og þá ekki síst norsku hirðarinnar. Hann var sjálfur hirðskáld að fornum hætti og hafði lofað útlenda höfðingja í bundnu máli en bætti nú við það frásögn í lausu máli um Noregskonunga sem var nýleg út- flutningsvara frá íslandi og hefur sjálfsagt notið meiri hylli og þótt betri skemmtun en tyrfin dróttkvæði þótt snjöll væru. Verk Snorra eru enn eitt dæmi þess hvernig íslenskir höfðingjar löðuðust að miðþyngdarstað valds og sæmdar í þeim menningarheimi sem þeir byggðu: hirð Noregskonungs. Snorri og frændur hans ýmsir voru sporgöngumenn Þórólfanna Kveldúlfs- sonar og Skallagrímssonar. Þegar Snorri stóð á fertugu fór hann í fyrri heimsókn sína til Noregs og gerðist hirðmaður konungs og náinn vinur Skúla jarls sem þá var valdamest- ur maður í landi meðan Hákon tengdasonur hans var enn unglingur. Snorri hlaut sæmdir við hirðina, hefur væntanlega snúið aftur ánægður. Hann tók nú að beita kröftum sínum til að rita sögur Noregskonunga, en var jafnframt ríkastur maður einn hver á íslandi. Vitaskuld hefur Snorri lært mikið á því að velta fyrir sér heimildum um Noregskonunga og vinna úr þeim, og oft má sjá að höfðingjar af stétt hersa, eins og t.d. Erlingur Skjálgsson, standa hjarta hans ennþá nær en konungar, jafnvel þótt þeir teldust heilagir. Tuttugu árum eftir fyrri Noregsförina kom Snorri út til íslands úr seinni utanför sinni, og þá hafði margt breyst sem hlaut að þyngja honum í skapi. Hann hafði farið frá Noregi í banni Hákonar konungs og mátti vita að það gæti orðið honum hættulegt, enda hefur hann sjálfsagt ekki hugsað sér að leita aftur á fund hans. Vinur hans Skúli hertogi var nú orðinn óvinur kon- ungs, og Snorri hlaut að sjá að til tíðinda mundi draga von bráðar. Á sama tíma hafði ætt hans beðið óbætanlegt tjón heima fyrir í Örlygsstaðabardaga. Þótt Snorra hefði ekki alltaf komið vel saman við þá Sighvat bróður sinn og Sturlu son hans, hlaut hann að skynja að einskis góðs ætti hann að vænta af sigurvegurunum þótt báðir væru fyrrverandi tengdasynir hans. Snorri hlýtur að hafa fundið að mörg teikn bentu til að hamingjuhjól hans væri á niðurleið. Honum var líka löngu ljóst að frelsi íslenskra bændahöfðingja var ógnað af áleitni Noregskonunga. Það sýnir ræða Einars Þveræings í Ólafs sögu helga. Andstaða hans gegn þeirri áleitni hefur sjálfsagt ekki sprottið af ættjarðarást eins og við nútímamenn skynjum og skiljum það fyrirbæri, en hún var jafn- raunveruleg fyrir því. Dýpstu fyrirætlanir allra höfunda, hvað þá þeirra sem uppi voru fyrir átta öldum og sögðu sögur með hlutlægu og svölu yfirbragði, eru eilíflega huldar túlkendum. En það virðist freistandi skýring á megineinkennum Egils sögu að vitandi eða óvitandi hafi Snorri verið að tjá djúpa þörf fyrir að hverfa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.