Andvari - 01.01.1991, Síða 58
56
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARl
bændahöfðingja þótt sums staðar gægist fram aðrar og lærðari hugmyndir
komnar frá eldri ritum.14
Lítill vafi er á að Snorri hefur búist við og ætlast til að konungasögur hans
næðu eyrum Norðmanna og þá ekki síst norsku hirðarinnar. Hann var sjálfur
hirðskáld að fornum hætti og hafði lofað útlenda höfðingja í bundnu máli en
bætti nú við það frásögn í lausu máli um Noregskonunga sem var nýleg út-
flutningsvara frá íslandi og hefur sjálfsagt notið meiri hylli og þótt betri
skemmtun en tyrfin dróttkvæði þótt snjöll væru. Verk Snorra eru enn eitt
dæmi þess hvernig íslenskir höfðingjar löðuðust að miðþyngdarstað valds og
sæmdar í þeim menningarheimi sem þeir byggðu: hirð Noregskonungs.
Snorri og frændur hans ýmsir voru sporgöngumenn Þórólfanna Kveldúlfs-
sonar og Skallagrímssonar.
Þegar Snorri stóð á fertugu fór hann í fyrri heimsókn sína til Noregs og
gerðist hirðmaður konungs og náinn vinur Skúla jarls sem þá var valdamest-
ur maður í landi meðan Hákon tengdasonur hans var enn unglingur. Snorri
hlaut sæmdir við hirðina, hefur væntanlega snúið aftur ánægður. Hann tók
nú að beita kröftum sínum til að rita sögur Noregskonunga, en var jafnframt
ríkastur maður einn hver á íslandi. Vitaskuld hefur Snorri lært mikið á því að
velta fyrir sér heimildum um Noregskonunga og vinna úr þeim, og oft má sjá
að höfðingjar af stétt hersa, eins og t.d. Erlingur Skjálgsson, standa hjarta
hans ennþá nær en konungar, jafnvel þótt þeir teldust heilagir.
Tuttugu árum eftir fyrri Noregsförina kom Snorri út til íslands úr seinni
utanför sinni, og þá hafði margt breyst sem hlaut að þyngja honum í skapi.
Hann hafði farið frá Noregi í banni Hákonar konungs og mátti vita að það
gæti orðið honum hættulegt, enda hefur hann sjálfsagt ekki hugsað sér að
leita aftur á fund hans. Vinur hans Skúli hertogi var nú orðinn óvinur kon-
ungs, og Snorri hlaut að sjá að til tíðinda mundi draga von bráðar. Á sama
tíma hafði ætt hans beðið óbætanlegt tjón heima fyrir í Örlygsstaðabardaga.
Þótt Snorra hefði ekki alltaf komið vel saman við þá Sighvat bróður sinn og
Sturlu son hans, hlaut hann að skynja að einskis góðs ætti hann að vænta af
sigurvegurunum þótt báðir væru fyrrverandi tengdasynir hans. Snorri hlýtur
að hafa fundið að mörg teikn bentu til að hamingjuhjól hans væri á niðurleið.
Honum var líka löngu ljóst að frelsi íslenskra bændahöfðingja var ógnað af
áleitni Noregskonunga. Það sýnir ræða Einars Þveræings í Ólafs sögu helga.
Andstaða hans gegn þeirri áleitni hefur sjálfsagt ekki sprottið af ættjarðarást
eins og við nútímamenn skynjum og skiljum það fyrirbæri, en hún var jafn-
raunveruleg fyrir því.
Dýpstu fyrirætlanir allra höfunda, hvað þá þeirra sem uppi voru fyrir átta
öldum og sögðu sögur með hlutlægu og svölu yfirbragði, eru eilíflega huldar
túlkendum. En það virðist freistandi skýring á megineinkennum Egils sögu
að vitandi eða óvitandi hafi Snorri verið að tjá djúpa þörf fyrir að hverfa