Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Síða 67

Andvari - 01.01.1991, Síða 67
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Á aldarártíð Konráðs Gíslasonar I Konráð Gíslason sagðist vera fæddur 3. júlí 1808, en kirkjubækur Glaum- bæjarsóknar tilgreina aðra dagsetningu. Faðir hans segir í ævisögu sinni að hann hafi fæðst sunnudaginn í 11. viku sumars, en Konráð bar móður sína fyrir þeirri dagsetningu sem hann hélt fram, og hefir unnið sér hefð í sög- unni.1 Foreldrar Konráðs voru Evfemía Benediktsdóttir og Gísli Konráðs- son bóndi og sagnaritari og var Konráð þeirra elsta barn. Snemma kom í ljós að Konráð var gæddur miklu andlegu atgervi. Þegar Rasmus Chr. Rask dvaldist á íslandi 1813-15 komst hann í kynni við Gísla Konráðsson sem sagði honum frá þessum efnilega syni. „Eg hef þá líklega verið á 7. árinu. Og hafði Rask talað um, að það væri gaman að geta tekið mig með sér til Danmerkur“, skrifaði Konráð Birni M. Ólsen í elli sinni.2 Gísli Konráðsson lagði mikla stund á ritstörf jafnhliða búskapnum svo að Konráð hefir drukkið í sig löngun til fróðleiks og skrifta með móðurmjólk- inni. F*að var móðir hans sem kenndi sveininum að Iesa og skrifa og æfði hann í biblíulestri, en séra Jón Konráðsson, frændi hans, tók brátt við að segja honum til nokkrar vikur á vetri og dóttir hans kenndi honum dönsku. Mestu réð samt að séra Jón hóf að segja honum til í latínu og gaf honum „Donati paradigmata“. Prestur lét mikið af lyst og gáfum Konráðs til bók- legra mennta og taldi upp þau rit sem hann hafði brotist í gegnum af sjálfs- dáðum í vitnisburði sem hann sendi stiftsyfirvöldum 24. júní 1824.3 Æska Konráðs Gíslasonar leið samt ekki yfir bókum einum saman. Hann var löngum smali frá því á áttunda ári og þar til hann hafði hálfnað það átj- ánda. Konráð gætti sauða föður síns á vetrum og hélt þeim til beitar. Hann kunni vel hinu frjálsa og einmanalega lífi og hugði að hann hefði sárkviðið fyrir ef hann hefði vitað að hann ætti eftir að eyða ævi sinni í fjölmenni.4 En menntaþráin var sterk. Hann hafði með sér bækur í hjásetuna og glímdi þar við leyndardóma latínunnar að ráði séra Jóns Konráðssonar sem hélt áfram að segja honum til og eggja Gísla að sækja um Bessastaðaskóla fyrir svein- inn. Sumarið 1824 ferðaðist Konráð með föður sínum og öðrum lestamönn- um suður til Bessastaða þar sem Hallgrímur Scheving reyndi kunnáttu 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.