Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 68

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 68
66 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI hans.5 Það fer engum sögum af því hvort eða hvaða ákvarðanir voru teknar um skólagöngu Konráðs, en séra Jón Konráðsson sendi stiftsyfirvöldum fyrrgreint bréf dagsett 24. júní það ár og sótti um ölmusu fyrir Konráð og hélt áfram að segja honum til. Prestur virðist hafa haft forgöngu um að búa Kon- ráð undir skóla og senda stiftsyfirvöldum bréf og vottorð um kunnáttu hans þar til björninn var unninn. í æviágripi sínu segir Konráð að hann hafi verið sendur út í heiminn á átj- ánda ári til að gerast sjómaður. Hann hafði meðferðis umsókn um ölmusu frá Jóni Konráðssyni dagsetta 24. febrúar ásamt skírnarvottorði, lærdóms vitnisburði og rithandarsýnishorni. Þessa er getið í bréfadagbók biskups 15. mars 1826, en af því má draga þá ályktun að hann hafi yfirgefið æskustöðv- arnar um mánaðamótin febrúar og mars. Konráð reri hjá Bjarna Einarssyni í Straumi á vertíðinni, en Gísli Konráðsson hafði róið þar á vertíðum áður og stundað skriftir fyrir Bjarna jafnframt. Nú urðu tímamót í ævi Konráðs. Þegar vertíðin var á enda, var hann feng- inn til að vinna að garðhleðslu hjá Hallgrími Scheving, en fljótlega tók Hall- grímur að kalla hann inn til sín til að hjálpa sér við að bera saman íslensk fornrit. I kjölfarið kom tilsögn í latínu þar sem Konráð tók svo skjótum framförum að Hallgrímur trúði varla eigin augum. Þegar fram á vorið kom tók venjuleg sumarvinna við. Pegar leið að mánaðamótum september-októ- ber tóku skólasveinar að streyma að til að þreyta próf í latneskum stíl. Eftir honum var raðað í bekki í Bessastaðaskóla að haustinu. Undir próf gengu jafnt nýsveinar og þeir sem lengra voru komnir í námi. Skólinn skiptist í tvær bekkjardeildir og var 21 nemandi í efra bekk en 20 í neðra. Við prófið fóru leikar svo að Konráð hreppti áttunda sæti í neðra bekk. Honum var veitt hálf ölmusa og styrkur til bókakaupa. Næsta próf var haldið eftir áramót. Þá hlaut Konráð efsta sætið, en meðal þeirra sem næstir komu var Gísli ísleifs- son frá Brekku. Eftir að Konráð komst upp í efra bekk var hann fyrst í öðru sæti næst Magnúsi Eiríkssyni, en eftir það jafnan efstur. Til umræðu kom að hann lyki námi vorið 1830, en hann kaus heldur að vera vetri lengur eins og bréf hans og æviágrip votta.6 Konráð fór aldrei norður í Skagafjörð til æsku- stöðva sinna, foreldra og systkina meðan hann var í skóla, heldur vann hjá Scheving á sumrum við heyverk og önnur störf. Konráð greinir frá því í um- sókn til Árnanefndar 16. maí 1835, þar sem hann sótti um stöðu styrkþega við Árnasafn, að það hafi orðið honum ómetanlegt happ á skólaárum sínum á Bessastöðum að aðstoða Hallgrím Scheving við orðtöku íslenskra fornrita með það markmið fyrir augum að semja stóra íslenska orðabók í samvinnu við Sveinbjörn Egilsson. Að þessu segist Konráð hafa unnið að vetrinum til, en einkum á sumrum.7 Bréf hans votta að á þessum árum var hann í óvissu hvað við tæki eftir að skóla lyki og hugsaði með nokkrum ugg um hverra kosta hann ætti völ. Þá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.