Andvari - 01.01.1991, Page 70
68
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
nema 22 daga“, skrifaði hann ísleifi Einarssyni27. september 1831.15 Líklegt
má telja að Konráð hafi látið í haf skömmu eftir að hann fékk vottorðið hjá
lektor sem dagsett er 4. ágúst og hann hafi verið kominn til Hafnar í ágúst-
lok. Reikningurinn fyrir ferðakostnaði nam 30 dölum. Hann er varðveittur
ásamt bréfi frá Konráði til rentukammers og háskólaborgarabréfi hans sem
er dagsett 31. október og undirritað af Adam Oehlenschláger sem þá var
rektor Kaupmannahafnarháskóla.16 í áðurnefndu bréfi til ísleifs Einarsson-
ar segist Konráð hafa skoðað sig um í borginni og notið ótal saklausra unaðs-
semda, og þó sér í lagi við að hugsa til íslands. „Hefði eg viljað læra að fyrir-
líta föðurland mitt, mætti eg vera búinn að því þennan stutta tíma“, bætti
hann við.17 Brátt kom að því að hann yrði að hugsa um annað því að fyrir lá
að þreyta inntökupróf- „examen artium“ - sem haldið var í október ár hvert
til að verða háskólaborgari og öðlast vist á Garði. Prófin gengu með líkum
hætti og í Bessastaðaskóla. Konráð hlaut ágætiseinkunn og fyrstu einkunn í
öllum greinum nema einni og var þó rúmfastur á milli þess sem hann gekk
upp og að prófi loknu var hann viku út á Friðriksspítala.18 Kunnátta hans í
latínu vakti sérstaka eftirtekt og þarna við prófborðið hófust kynni hans og J.
N. Madvigs prófessors sem entust meðan báðir lifðu. Konráð var vanheill
öðru hvoru þennan fyrsta vetur í Kaupmannahöfn og sótti lítið fyrirlestra af
þeim sökum. Engu að síður tók hann annað lærdómspróf um vorið 1832 og
hafði lokið fyrra prófinu, „examen philologicum", á miðvikudaginn fyrir
skírdag.19 Ekki er vitað hvaða dag hann gekk upp í því seinna, en allt fór á
sömu leið og áður hvað einkunnir snerti.
Pegar stúdentar höfðu lokið tilskildum undirbúningsprófum hófst aðal-
námið. Konráð innritaðist í lögfræði og virðist hafa stundað námið eins og til
var ætlast þann tíma sem hann naut garðvistar ef marka má vitnisburði kenn-
ara hans.20 Þegar Konráð hafði háskólaborgarabréfið í höndum var ekkert í
vegi fyrir að flytjast inn á Garð. Þar bjuggu stúdentar tveir og tveir saman í
tveggja herbergja íbúðum. Torfi Eggerz var sambýlismaður Konráðs á
Garði. Peir bjuggu á sjötta gangi sem var höfuðvígi íslenskra stúdenta í
byggingunni. Engar sögur fara af því hvernig fór á með þeim Konráði. Torfi
var gjálífur um of og heilsulítill að auki svo að hann var oft fjarverandi ýmist
á sjúkrahúsi eða heima á íslandi að leita sér heilsubótar. Allt kom það fyrir
ekki. Hann andaðist eftir langa og erfiða sjúkdómslegu á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn. Torfi var glæsimenni og talinn efnismaður.
Konráð Gíslason var fátalaður um eigin hag í bréfum sínum frá Kaup-
mannahöfn fyrstu árin sem hann dvaldist þar. Að loknu öðru lærdómsprófi
vorið 1832 varð hann að inna af hendi einskonar herskyldu í „Kongens
Livkorps“. Hann getur þessara vopnaæfinga í bréfi til föður síns 3. maí
1832.21 Ætla má að hann hafi verið fáskiptinn líkt og áður og löngum mátti lít-
ið út af bera að ekki yrðu fáleikar með honum og þeim sem hann taldi mót-