Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Síða 70

Andvari - 01.01.1991, Síða 70
68 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI nema 22 daga“, skrifaði hann ísleifi Einarssyni27. september 1831.15 Líklegt má telja að Konráð hafi látið í haf skömmu eftir að hann fékk vottorðið hjá lektor sem dagsett er 4. ágúst og hann hafi verið kominn til Hafnar í ágúst- lok. Reikningurinn fyrir ferðakostnaði nam 30 dölum. Hann er varðveittur ásamt bréfi frá Konráði til rentukammers og háskólaborgarabréfi hans sem er dagsett 31. október og undirritað af Adam Oehlenschláger sem þá var rektor Kaupmannahafnarháskóla.16 í áðurnefndu bréfi til ísleifs Einarsson- ar segist Konráð hafa skoðað sig um í borginni og notið ótal saklausra unaðs- semda, og þó sér í lagi við að hugsa til íslands. „Hefði eg viljað læra að fyrir- líta föðurland mitt, mætti eg vera búinn að því þennan stutta tíma“, bætti hann við.17 Brátt kom að því að hann yrði að hugsa um annað því að fyrir lá að þreyta inntökupróf- „examen artium“ - sem haldið var í október ár hvert til að verða háskólaborgari og öðlast vist á Garði. Prófin gengu með líkum hætti og í Bessastaðaskóla. Konráð hlaut ágætiseinkunn og fyrstu einkunn í öllum greinum nema einni og var þó rúmfastur á milli þess sem hann gekk upp og að prófi loknu var hann viku út á Friðriksspítala.18 Kunnátta hans í latínu vakti sérstaka eftirtekt og þarna við prófborðið hófust kynni hans og J. N. Madvigs prófessors sem entust meðan báðir lifðu. Konráð var vanheill öðru hvoru þennan fyrsta vetur í Kaupmannahöfn og sótti lítið fyrirlestra af þeim sökum. Engu að síður tók hann annað lærdómspróf um vorið 1832 og hafði lokið fyrra prófinu, „examen philologicum", á miðvikudaginn fyrir skírdag.19 Ekki er vitað hvaða dag hann gekk upp í því seinna, en allt fór á sömu leið og áður hvað einkunnir snerti. Pegar stúdentar höfðu lokið tilskildum undirbúningsprófum hófst aðal- námið. Konráð innritaðist í lögfræði og virðist hafa stundað námið eins og til var ætlast þann tíma sem hann naut garðvistar ef marka má vitnisburði kenn- ara hans.20 Þegar Konráð hafði háskólaborgarabréfið í höndum var ekkert í vegi fyrir að flytjast inn á Garð. Þar bjuggu stúdentar tveir og tveir saman í tveggja herbergja íbúðum. Torfi Eggerz var sambýlismaður Konráðs á Garði. Peir bjuggu á sjötta gangi sem var höfuðvígi íslenskra stúdenta í byggingunni. Engar sögur fara af því hvernig fór á með þeim Konráði. Torfi var gjálífur um of og heilsulítill að auki svo að hann var oft fjarverandi ýmist á sjúkrahúsi eða heima á íslandi að leita sér heilsubótar. Allt kom það fyrir ekki. Hann andaðist eftir langa og erfiða sjúkdómslegu á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn. Torfi var glæsimenni og talinn efnismaður. Konráð Gíslason var fátalaður um eigin hag í bréfum sínum frá Kaup- mannahöfn fyrstu árin sem hann dvaldist þar. Að loknu öðru lærdómsprófi vorið 1832 varð hann að inna af hendi einskonar herskyldu í „Kongens Livkorps“. Hann getur þessara vopnaæfinga í bréfi til föður síns 3. maí 1832.21 Ætla má að hann hafi verið fáskiptinn líkt og áður og löngum mátti lít- ið út af bera að ekki yrðu fáleikar með honum og þeim sem hann taldi mót-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.