Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 71

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 71
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GfSLASONAR 69 gerðarmenn sína. Engu að síður tók hann fljótlega þátt í félagslífi íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. T. a. m. gekk hann í Hafnardeild Bókmenntafé- lagsins árið eftir að hann kom til Hafnar á almennum fundi sem haldinn var 1. maí. Þegar Konráð Gíslason kom til Kaupmannahafnar haustið 1831 var hinni svonefndu Raskdeilu að ljúka. Ekki er að sjá að Konráð hafi skipað sér í sveit með öðrum málsaðila fremur en hinum. Hann mun'ekki heldur hafa gerst félagi í Bræðralagi, en svo hét félag sem Baldvin Einarsson stofnaði í upphafi árs 1831 og Konráð kallar íslenska klúbbinn. Þar voru íslensk þjóð- mál mjög til umræðu. Þegar hæst bar voru félagsmenn nær 30 að tölu. Islenskir stúdentar blönduðu löngum lítt geði við danska stúdenta. Þegar „Studenterforeningen“ var stofnuð 16. júlí 1820 var Þorleifur Repp eini ís- lendingurinn meðal stúdenta. Sama haust og Konráð kom til Hafnar var stofnað lestrarfélag á Garði - „Læseforeningen“. í þetta skipti brá svo við að nokkrir íslendingar komu við sögu félagsins þegar í upphafi, en ekki var Konráð í þeirri sveit. Fullvíst má telja að lögfræðin hafi aldrei verið Konráði sérlega hugleikin. Síðar á ævinni sagði hann svo frá að hann hefði innritast í hana vegna þess hann vildi kynnast fornu lagamáli. Fyrsta veturinn sem hann var í Kaup- mannahöfn sótti hann tíma hjá Rask í serknesku.22 Einnig vann hann fyrir Hallgrím Scheving að fyrirhugaðri orðabók og hefir e. t. v. haft eitthvað fleira fyrir stafni sem tengdist íslenskum og norrænum fræðum. í Bessa- staðaskóla kynntist Konráð lítillega þýskri tungu.23 Eftir að til Hafnar kom hóf hann að læra þýsku að öðru lærdómsprófi loknu, las mikið þýskar bækur og hafði náð svo mikilli færni í að tala og lesa málið að þegar hann fór til Þýskalands sumarið 1844 var hann altalandi.24 Af því sem Konráð segir í um- sókn sinni um kennarastöðu við Lærða skólann 6. desember 1843 má ætla að hann hafi sökkt sér niður í þýska tungu jafnt forna sem nýja.25 Því virðist augljóst að hann hafi haft fleiri járn í eldi en lögfræðina eina. III Haustið 1835 var vist Konráðs á Garði á enda runnin. Hann skrifaði skóla- stjórnarráðinu 17. október þ. á. og gerði því grein fyrir efnahag sínum. Hann væri eignalaus og ætti sér hvergi stuðnings von. Lögfræðinni hafi hann ekki getað lokið vegna þess að hann hafi orðið að sinna kennslu og skrifa upp fornrit til að afla sér fjár til bókakaupa, fatnaðar og annarra nauðsynja. í lok bréfsins sótti hann um að fá garðvist framlengda í hálft ár eða fá styrk sem henni næmi.26 Það fer engum sögum af því hverjar undirtektir umsóknin fékk. Af dagbók garðprófasts má sjá að Konráð bjó úti í Kristjánshöfn vorið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.