Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 86

Andvari - 01.01.1991, Page 86
84 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI skólans, en gat jafnframt kunnáttu sinnar í öðrum námsgreinum.7'' Hann minnti á umsóknina með því að senda skólastjórnarráðinu hluta af Frum- pörtunum ásamt bréfi 16. nóvember 1845.76 Par gat hann þess að hann hefði aukið færni sína í að tala þýsku með hálfs árs dvöl í Þýskalandi árið áður. Um þetta leyti var í undirbúningi að stofna kennaraembætti í norrænu við Kaupmannahafnarháskóla og Konráð taldi ekki ómögulegt að hann gæti hreppt það. Hann víkur að þessu í bréfi til foreldra sinna sem hann skrifar laugardaginn fyrir hvítasunnu árið 1844 skömmu áður en hann lagði af stað í ferðalag til Pýskalands sér til heilsubótar. í bréfinu segir hann jafnframt að hann vilji heldur fara til íslands ef þess sé kostur.77 Prófessorsembættið var auglýst 13. nóvember 1844. Konráð var þá enn í Pýskalandi þegar auglýsingin birtist, en brá við og hraðaði för til Kaupmannahafnar og var kominn þangað á aðfangadag. Umsókn hans um prófessorsembættið - „at ansættes som Professor i de nordiske Sprog“ -er dagsett 31. desember 1844. í umsókninni vísaði Konráð til fyrri umsóknar um kennarastöðu við Lærða skólann í íslensku, dönsku og þýsku, en prófessorsembætti í norrænum mál- um hafi verið það markmið sem hann stefndi að beint og óbeint. í lok um- sóknarinnar gaf hann skýringu á af hvaða orsökum Frum-partarnir voru enn ekki komnir út, en gat þess jafnframt að þeir væru í undirbúningi í þýskri gerð og „oldnordisk Formlære“ væri að mestu lokið og mundi fylgja á eftir þegar dansk-íslensku orðabókinni yrði lokið. Sá sem varð fyrir valinu var danskur maður, N. M. Petersen að nafni. Um- sókn hans var dagsett degi fyrr en Konráðs. Petersen hafði áður starfað við Leyndarskjalasafn konungs, en var mjög hikandi að stíga þetta skref. Hann var æskuvinur Rasks, en sérsvið hans var nokkuð annað og honum fannst hann standa í skugga vinar síns. Pað gerði sitt til að svo leit út sem Petersen mundi lækka í launum við að verða prófessor og því vildi hann sameina pró- fessorsembættið starfi sínu við Leyndarskjalasafnið.78 Petta gekk svo langt að hann afturkallaði umsókn sína með bréfi 3. febrúar 1845, en 17. febrúar hafði honum snúist hugur, enda var honum tjáð að tæki hann ekki við stöð- unni yrði hún lögð niður. Konungur veitti honum síðan embættið 28. mars 1845.79 Tveir aðrir lögðu inn umsóknir, þeir Jón Sigurðsson og P. G. Thorsen bókavörður. Umsókn Jóns er dagsett 14. janúar þar sem hann bað um að skoðast sem „Concurrent ved Besættelsen af den oprettede Lærerpost i de nordiske Sprog“, en Thorsen bætti við „som (indtil videre) Lectorat i dansk og nordisk Litteratur og Sprog“. Orðalag þessara tveggja umsókna bendir til að hér hafi jafnframt verið önnur staða í kjölfarinu. Það er athyglisvert að Finnur Magnússon og C. C. Rafn skrifa báðir meðmæli á forsíðu umsóknar Jóns Sigurðssonar og Finnur dagsetur þau sama dag og Jón skrifar umsókn- \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.