Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 88

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 88
86 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI son Grími Thomsen 6. desember 1846.87 Engu að síður urðu næstu ár Kon- ráði angursöm, eg mun hafa skrifað, að eg missti unnustu mína 1846, og síðan hef eg aldrei séð glaðan dag“, skrifaði hann föður sínum 26. september 1850.88 Þessir atburðir urðu til þess að Konráð fór ekki að Lærða skólanum. Hann skrifaði skólastjórnarráðinu á ný 3. mars 1847 og sótti um tveggja ára leyfi frá störfum við Lærða skólann til að ljúka dönsku orðabókinni. í bréfinu lýsti hann því einnig yfir að hann kysi heldur að dveljast í Kaupmannahöfn en á nokkrum stað öðrum vegna aðstöðunnar til að sinna hugðarefnum sín- um. Umsókninni var hafnað og hann skrifaði skólastjórnarráðinu á ný 6. júlí og sótti nú um eins árs leyfi til að ljúka ætlunarverki sínu. Skólastjórnar- ráðið svaraði Konráði 17. júlí og er helst að skilja á bréfi Konráðs til þess 15. september s. á. að ráðið hafi lagt til að hann segði upp stöðunni. Konráð þráaðist enn við og taldi að völ væri á hæfum kennara til að gegna starfi hans við Lærða skólann.8l) Meðal skjala sem lúta að þessu máli er samrit af bréfi eða álitsgerð frá N. M. Petersen prófessor 16. febrúar 1847 um nauðsyn þess að Konráði verði gert kleift að dveljast áfram í Kaupmannahöfn og sinna störfum sínum við orðabókargerð og málfræðirannsóknir. Líklegt má telja að þetta skjal hafi átt að styrkja umsókn hans 3. mars s. á. Afskiptum Petersens var ekki þar með lokið því að 17. apríl gerði hann umsókn Konráðs að umræðuefni og af hverju henni var synjað í bréfi til skólastjórnarráðsins. Nú bar hann fram þá tillögu að leysa vandann með því að konungur veitti „Hr. Gíslason en Ansættelse ved Universitetet som Docent i det islandske Sprogu. Þetta skjal er fjórar síður í tveggja blaða broti og er ómetanleg heimild um afstöðu Peter- sens til íslenskra og norrænna fræða og hvað Konráð var hátt metinn sem fræðimaður í huga hans. Petersen gat þess sérstaklega að starf Konráðs yrði fólgið í því með öðru að kenna þeim Dönum íslensku sem hugðust verða embættismenn á íslandi. Umsókn Konráðs kom á konungsborð og hann skrifaði skólastjórnaráð- inu 23. apríl og bað um greinargerð frá því. Sú greinargerð er dagsett 6. maí 1847.‘;(l Það leitaði álits háskólaráðs, en það vildi ekki taka afstöðu í málinu. Heimspekideildin viðurkenndi hæfni Konráðs sem vísindamanns, en meiri hlutinn vildi samt ekki leggja til að ráða hann að háskólanum vegna þess að þar væri fyrir prófessor í norrænum málum auk þess sem efast var um hæfni Konráðs sem kennara. Háskólaráð var þar á öndverðu máli og mótaði af- stöðu sína með tilvísunum í hvað Konráð hafði unnið sem útgefandi fornra rita annars vegar og málfræðirannsókir hans og orðabókarstörf hins vegar. Það yrði of langt mál að rekja efni allra þeirra skjala sem lúta að þessu máli. Næsti leikur Konráðs var sá að hann sótti til konungs 13. desember 1847 um að „ansœttes som Lector i Oldnordisk ved Kjöbenhavns Uni-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.