Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 90

Andvari - 01.01.1991, Side 90
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI IX Konráð tók sæti í Árnanefnd sama ár og hann varð lektor við háskólann. Finnur Magnússon hafði átt sæti í nefndinni og við andlát hans á aðfangadag 1847 vantaði nýjan mann í hans stað. Hinn 11. apríl 1848 skrifuðu þeir fimm sem þá skipuðu nefndina D. G. Monrad menntamálaráðherra og bentu á að Joh. Eph. Larsen prófessor í lögum væri rétti maðurinn til að setjast í sæti Finns. Monrad fór ekki eftir þessari ábendingu heldur gerði að tillögu sinni að konungur skipaði Konráð til setu í nefndinni. í greinargerðinni hafnar hann þeirri hugmynd að fá Larsen í nefndina og telur að þrátt fyrir mikinn lærdóm hafi ekkert komið frá hans hendi vísindalegs efnis sem fsland varði, en það sé vettvangur nefndarinnar. Monrad taldi að það sem nefndina skorti til að geta uppfyllt skyldur sínar væri nefndarmaður sem sameinaði þekkingu og lærdóm í fornnorrænum fræðum og hefði „productiv Capacitet“ og flytti með sér nýtt líf og ferskleika í starfsemi stofnunarinnar. Úrskurður konungs var kveðinn upp 2. júní 1848 samhljóða tillögum ráðherra.y7 Konráð var ævi- langt í Árnanefnd. Fyrsti fundurinn sem hann sat var haldinn 13. júlí 1848, þar er nafn hans síðast undir fundargerðinni. Sá síðasti var 14. febrúar 1890, þá skrifaði hann fyrstur undir. Hans var minnst á fundi Árnanefndar 16. jan- úar 1891.98 Konráð hlaut margháttaða viðurkenningu á langri ævi og er það víða talið upp. T. a. m. varð hann heiðursdoktor við háskólann í Lundi 1868. Af bréfa- safni hans má ráða að hann hafi verið í sambandi við ýmsa þá menn erlenda sem sinntu norrænum og íslenskum fræðum á síðari hluta aldarinnar. Af bréfum hans frá um miðja öldina má ætla að honum hafi löngum verið þungt í skapi. Benedikt Gröndal var honum mjög handgenginn frá því haust- ið 1846 og fram á vor 1850. Lýsingar hans af Konráði og samstarfi þeirra er óblandinn skemmtilestur og sú mynd sem þar er brugðið upp á fáa sína líka. Áratugina eftir 1850 má samt telja besta skeiðið í lífi hans. Hann var kominn í það starf sem honum var hugfólgnast og í einkalífi hans dró ský frá sólu á ný. Eldri systir konuefnis Konráðs, Karen Sophie að nafni, hafði gifst til Englands. Hún var rúmum fjórum árum yngri en Konráð, fædd í Sórey 17. september 1812. Indriði Einarsson segist ekki vita hvort hún hafi verið ekkja eða fráskilin þegar hún kom aftur til Hafnar. í hjónabandi þessu hafði hún eignast einn son sem var fábjáni. Ekki er vitað hvenær kynni hennar og Kon- ráðs hófust, en þau gengu í hjónaband 21. nóvember 1855. Indriði Einarsson segir að hún hafi verið góðleg kona í sjón og fríðleikskona hin mesta og síð- ara hjónaband hennar hafi verið jafn hamingjusamt og bjart og hið fyrra var ólánssamt og dimmt. Hins vegar þótti hún ekki stíga í vitið: „Mig furðar á því, að Konráð frater skyldi ekki giftast ofurlítið gáfaðri konu en þetta, ann- ar eins gáfumaður og hann er“, hefir Indriði Einarsson eftir Magnúsi Eiríks-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.