Andvari - 01.01.1991, Side 100
98
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
Þótt réttilega megi líta á sjálfstæðisbaráttuna sem gilda almenna skýringu
á fullveldi íslands, þá verður málið sem sagt allmiklu flóknara þegar að því
kemur að skýra hvers vegna samningar náðust um fullveldið einmitt á þeim
tíma og með þeim hætti sem raun varð á.
4 Gildi hörkunnar 1908
Höfnun Uppkastsins 1908 og staðfesting á róttækum sjálfstæðiskröfum ís-
lendinga er þannig tvíræður kafli í sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Saga sem
endar vel ef til þess er litið að einungis tíu árum síðar fengu íslendingar
meiru framgengt í nýjum samningum við Dani. En líka saga sem endar í
blindgötunni 1915, sagan af deilum sem virðast fánýtar í ljósi lausnarinnar
1918.
Það má segja, eins og Arnór Sigurjónsson komst að orði 1930: „í þessari
málssókn allri glöggvaðist það fyrir þjóðinni hverjar kröfur um sjálfstæði
hún vildi gera sjálfri sér til handa, og varð hún nú fullráðin í því að sætta sig
ekki við minni hlut en þann, að sjálfstæði hennar yrði að fullu viðurkennt.“9
Þessi fastmótaða afstaða varð íslendingum e.t.v. til happs 1918, úr því að
Danir gerðust þá svo samningaliprir, en það happ má líka kalla glópalán ef
sveigjanleiki Dana hafði ekki verið fyrirsjáanlegur ávöxtur kröfuhörkunnar.
(Á sama hátt má kannski telja það happ fyrir íslendinga að hafa tregðast við
að þiggja þá verulegu réttarbót sem fólst í Valtýskunni, úr því að svo skammt
var að bíða hins ófyrirsjáanlega tilboðs Dana um heimastjórn.)
Björn Þórðarson ber Uppkastsandstæðingum vel söguna, lýsir málstað
þeirra rækilega og af skilningi, þótt hann forðist að fella beina dóma.10 Er
það í samræmi við efnistök hans víðast hvar að gera fyllri skil þeim málstað
sem lengra gengur. Björn tekur þó annan veg á næstu lotu sjálfstæðisdeiln-
anna.11 Hann undrast t.d. „að Alþingi leyfði sér að eyða þremur heilum dög-
um í rökfræðilegar og flokkslegar skylmingar, sem fylla um 300 þing-
tíðindadálka,“ um konungsúrskurð frá 1915 um uppburð íslenskra mála í
ríkisráði Dana. „Ef menn hefði rennt grun í, hve skammt var undan að ríkis-
ráðshnúturinn yrði höggvinn, hefðu efalaust verið töluð færri orð.“12 Hér er
það blindgötutúlkunin sem í gegn skín.
Afstaða í líkingu við túlkun Björns Þórðarsonar mun um skeið hafa orðið
nokkuð viðtekin. Þó að undanskildum ævisögum, sem eru drjúgur og
áhrifamikill hluti sagnaritunar um þetta tímabil, en þar er títt að túlkunin
dragi mjög dám af málstað söguhetjunnar. Svo er um ævisögu Hannesar
Hafstein eftir Kristján Albertsson.13 Hún hefur ýtt undir jákvætt mat á Upp-
kastinu sem stundum sést haldið fram mjög skorinort: „Lýðveldisstofnunin