Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 100

Andvari - 01.01.1991, Page 100
98 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI Þótt réttilega megi líta á sjálfstæðisbaráttuna sem gilda almenna skýringu á fullveldi íslands, þá verður málið sem sagt allmiklu flóknara þegar að því kemur að skýra hvers vegna samningar náðust um fullveldið einmitt á þeim tíma og með þeim hætti sem raun varð á. 4 Gildi hörkunnar 1908 Höfnun Uppkastsins 1908 og staðfesting á róttækum sjálfstæðiskröfum ís- lendinga er þannig tvíræður kafli í sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Saga sem endar vel ef til þess er litið að einungis tíu árum síðar fengu íslendingar meiru framgengt í nýjum samningum við Dani. En líka saga sem endar í blindgötunni 1915, sagan af deilum sem virðast fánýtar í ljósi lausnarinnar 1918. Það má segja, eins og Arnór Sigurjónsson komst að orði 1930: „í þessari málssókn allri glöggvaðist það fyrir þjóðinni hverjar kröfur um sjálfstæði hún vildi gera sjálfri sér til handa, og varð hún nú fullráðin í því að sætta sig ekki við minni hlut en þann, að sjálfstæði hennar yrði að fullu viðurkennt.“9 Þessi fastmótaða afstaða varð íslendingum e.t.v. til happs 1918, úr því að Danir gerðust þá svo samningaliprir, en það happ má líka kalla glópalán ef sveigjanleiki Dana hafði ekki verið fyrirsjáanlegur ávöxtur kröfuhörkunnar. (Á sama hátt má kannski telja það happ fyrir íslendinga að hafa tregðast við að þiggja þá verulegu réttarbót sem fólst í Valtýskunni, úr því að svo skammt var að bíða hins ófyrirsjáanlega tilboðs Dana um heimastjórn.) Björn Þórðarson ber Uppkastsandstæðingum vel söguna, lýsir málstað þeirra rækilega og af skilningi, þótt hann forðist að fella beina dóma.10 Er það í samræmi við efnistök hans víðast hvar að gera fyllri skil þeim málstað sem lengra gengur. Björn tekur þó annan veg á næstu lotu sjálfstæðisdeiln- anna.11 Hann undrast t.d. „að Alþingi leyfði sér að eyða þremur heilum dög- um í rökfræðilegar og flokkslegar skylmingar, sem fylla um 300 þing- tíðindadálka,“ um konungsúrskurð frá 1915 um uppburð íslenskra mála í ríkisráði Dana. „Ef menn hefði rennt grun í, hve skammt var undan að ríkis- ráðshnúturinn yrði höggvinn, hefðu efalaust verið töluð færri orð.“12 Hér er það blindgötutúlkunin sem í gegn skín. Afstaða í líkingu við túlkun Björns Þórðarsonar mun um skeið hafa orðið nokkuð viðtekin. Þó að undanskildum ævisögum, sem eru drjúgur og áhrifamikill hluti sagnaritunar um þetta tímabil, en þar er títt að túlkunin dragi mjög dám af málstað söguhetjunnar. Svo er um ævisögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson.13 Hún hefur ýtt undir jákvætt mat á Upp- kastinu sem stundum sést haldið fram mjög skorinort: „Lýðveldisstofnunin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.