Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 101

Andvari - 01.01.1991, Page 101
ANDVARI VANGAVELTUR UM FULLVELDI ÍSLANDS 1918 99 var ... einungis rökrétt framhald þess sem Hannes Hafstein hafði lagt grunn- inn að árið 1908.“14 Tíðarandinn hefur e.t.v. líka orðið tortryggnari á ósveigjanlegt fylgi við meginreglur. Og almennt virðist andstaðan við Upp- kastið fá heldur lakari dóma í ritum frá síðari áratugum en tíðkast hafði áður. Heimir Þorleifsson telur reynsluna úr Uppkastsdeilunum „sýna, að íslend- ingar ... létu fremur stjórnast af tilfinningahita en hagrænum sjónarmið- um.“15 Bergsteinn Jónsson lýsir kosningaósigri Hannesar Hafstein og ræðir síðan um „stjarfa sigurvímu andstæðinga hans“ þegar á þing kom og þeir vildu að hann viki úr ráðherrastóli.16 Túlkun af þessu tagi ber ekki með sér að litið sé á höfnun Uppkastsins sem beint skref í átt til fullveldisins 1918. 5 Persónusamband eða málefnasamband Nú er rétt að glöggva sig á því ögn nánar hvernig tengslum íslands og Danmerkur var háttað samkvæmt Sambandslögunum 1918 og hvað þar hafði á unnist við tíu ára töfina frá 1908. Stöðu íslands eftir 1918 er í grófustu dráttum lýst svo, að það hafi verið sérstakt konungsríki, en í konungssambandi við Danmörku, og hafi Danir farið með utanríkismál íslands. Konungssamband eða persónusamband var sú staða gagnvart Danmörku sem íslenska þjóðfrelsishreyfingin hafði jafnan gert tilkall til. Konungsvald- inu höfðu íslendingar forðast að mótmæla, en ekki viljað lúta yfirráðum danska þingsins eða dönsku stjórnarinnar. Meðan konungur var einvaldur, bæði í Danmörku og á íslandi, kom í einn stað niður hvort ísland taldist heyra undir konung einan eða danska ríkið sem slíkt. Þegar konungur afsal- aði sér einveldi í Danmörku, varð krafa Jóns Sigurðssonar um konungs- samband að allróttækri sjálfstæðiskröfu - öldungis óraunhæfri í augum Dana. Og sú krafa varð sjálfkrafa æ róttækari eftir því sem persónulegt vald konungs þvarr. Eftir að þingræði komst á í báðum löndunum hefði einbert konungssamband nánast þýtt fullt sjálfstæði íslandi til handa. Það töldu Danir alls óaðgengilegt fyrir sig.17 í Uppkastinu er sneitt hjá því að tala beinlínis um ísland sem sérstakt ríki, heldur sem hluta af „det samlede danske Rige“, en þó myndar það með Danmörku „ríkjasamband“ sem er samband „um einn og sarna konung“ og um sameiginleg málefni sem tilgreind eru; þar af eru „utanríkismálefni“ og „hervarnir á sjó og landi" óuppsegjanlega undir danskri stjórn.18 í Sambandslögunum er afdráttarlaust talað um ísland sem sérstakt ríki, og það er ekki í sambandi við Danmörku urn tiltekin málasvið sem stjórna skuli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.