Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 123

Andvari - 01.01.1991, Page 123
ANDVARI „SÖNGUR ER í SÁLU MINNI“ 121 Þei! Hjartað slær. - Hvort heyrirðu ei? Varir þínar. - Ónei! Ónei! Ekki tek eg kossinn, mey! En ef eg fæ hann eins og blærinn. Áin niðar. - Heyrirðu ei! Hljóð hlustar nóttin hlý og góð. Yzt í vestri sólin sígur. Situr álft á vatni hljóð. Áin niðar, áin niðar eins og duni hjartablóð. Sigurjón hnykkir á viðhorfi sínu, sem er óneitalega andstætt hugsun margra skálda, er myndu sjá sér í hag í því, að ljóð þeirra væru borin á vængjum þess söngs er tónskáld legði til, þótt ekki væri allskostar í samræmi við upphaflegan „innri söng“, ef þau þá heyrðu hann nokkurn tíma: „Enn er á eitt að minnast. Orðaskilningur okkar íslendinga er, - einkum á yfirborði, - nátengdari auga en eyra, sjóninni en heyrninni. Þetta ætla eg að stafi að talsverðu leyti af nokkurs konar oflæti tónlistarinnar. Þeim, er tónlist iðka, hættir til að líta á hana sem hina æðstu list og orðlistina sem þernu hennar, sem hún ýtir oft meir og meir út í skuggann, en lyftir stundum undir meir en úr hófi, þ.e. túlkar ekki allskostar rétt. Frá sjónarmiði orðlistarskálds horfir þetta öfugt við, þar verður orðlistin drottning og tónlistin þerna. En næst sanni er það, að allar listir séu jafn göfugar að eðli, en að orðlistin sé þó yfirgripsmest. Engu haggar þetta um það, að ljóðlist og tónlist þurfa hvor ann- arrar við. En það bendir í þá átt, að ljóðlistinni er ekki nóg að hafa samvinnu við tónlistina eina. Hún þarf líka að hafa samvinnu við augans list — mynd- listina - og ennþá fleira“. Þetta er næsta sérstakt sjónarmið og þeim mun athyglisverðara, að íslensk- ur bóndi, sem hlaut að búa við þröngan tónlistarkost í afskekktri sveit á fyrri hluta þessarar aldar, túlkar hér af miklum skilningi og næmleika sjónarmið háþróaðrar tónlistarhefðar, þ.e. „lieder" eða ljóðasöngs, eins og hann hefur verið iðkaður í Þýskalandi. Þar gilda sem kunnugt er ströng lögmál, sem gæta fyllsta jafnvægis tónlistar og skáldskapar í flutningi söngvara og hljóðfæra- leikara. Þótt aðstaða til þess að njóta æðri tónlistar hafi verið lítil sem engin í því umhverfi og samfélagi, sem Sigurjón bjó í fram eftir ævi, þá var ekki heldur hægt um vik fyrir hann að kynnast fjölbreyttri myndlist. Hér að framan víkur hann að því, að ljóðlistin þurfi að hafa samvinnu við list augans, myndlistina. I stað þess að eiga þess kost að sækja heim sýningasali og myndlistarsöfn þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.