Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 128

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 128
126 BOLLI GÚSTAVSSON ANDVARl ingunni og beðið guð að hjálpa sér að svara henni rétt, en þegar á hólminn kom, reyndist hann ekki maður til að svara henni öðruvísi en presturinn vildi, og í því lá viðurkenning á tilveru djöfulsins. Þetta fannst honum algjörlega rangt, lygi og stór synd, sem guð hafði ekki hjálpað honum að komast hjá, þrátt fyrir bæn af öllum hug. Það setti að honum ofsagrát, sem hann réð ekkert við í kirkjunni frammi fyrir söfnuðinum, því að honum fannst hann hafa orðið sér til svívirðingar, afneitað sannleiksást sinni og drengskap - og að guð hefði yfirgefið sig í ýtrustu neyðinni. Næstu tvö árin var hann gleðisnauð- ur og framfaralítill, en fann svo aftur þroska sinn vaxa“. Þetta hugarstríð virðist fjarlægt við lok tuttugustu aldar og að liðnum eitt- hundrað og tíu árum frá fermingu Sigurjóns. Kirkjan hefur fyrir löngu fellt niður framangreinda spurningu úr fermingartextanum, svo hún veldur ung- mennum ekki hugarangri lengur. Að margra mati er djöfullinn nú nokkurt feimnismál í prédikunum hennar. Öld tveggja heimsstyrjalda, kjarnorku- ógna, óstöðvandi eiturlyfjabylgju og ólýsanlegs misréttis hlýtur að eiga erfitt með að afneita tilvist illra afla í heiminum; öld, sem t.d. hefur kynnst vand- lega skipulögðum voðaverkum nasismans og kúgun og guðsafneitun komm- únismans. Kirkjan horfir því ekki fram hjá djöflinum sem illu og eyðandi afli, er rís gegn Guði og skipun hans og getur þrælbundið manninn. Hins veg- ar var gömul mynd þjóðsögunnar af myrkrahöfðingjanum enn við lýði fyrir síðustu aldamót. Á fermingarári Sigurjóns Friðjónssonar var hann sá höfuð- skelmir, sem bar ægishjálm yfir draugaskara og margvíslegar forynjur, er þá fylltu börn í myrkum torfbæjum á íslandi hugarangri og ósjaldan ofsahræðslu. Arnór getur þess að birt hafi í lífi föður hans, er nær dró tvítugs aldri, enda hafi hann farið átján ára til náms í búnaðarskólann á Eiðum „með ráði og at- beina föður síns, sem studdi hann einan til náms barna sinna, enda voru efni lítil til þvílíks stuðnings. Hann sótti nám sitt af kappi, enda hlaut hann ágætis- einkunn við próf sitt úr skólanum“. Þess er getið, að hann hafi unnið öðru hvoru utan heimilis eftir að hann kom frá Eiðum, að jarðabótum á sumrum og barnakennslu á vetrum. Var hann talsvert á Einarsstöðum í Reykjadal við kennslu veturinn 1890-91. Það var árið áður en hann kvæntist Kristínu Jóns- dóttur, sem þá var á Einarsstöðum hjá Ásrúnu systur sinni og manni hennar Haraldi Sigurjónssyni. Sigurjón minnist þess ósjaldan, að kynni hans við Ás- rúnu Jónsdóttur mágkonu sína hafi orðið honum mikilvægur skóli, ekki síst í bókmenntum. Segir mér hugur um, að þar hafi þó fleira verið rökrætt og kruf- ið til mergjar. Á ég þá við nýstárlegar skoðanir og stefnur í trúarefnum, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif þar í héraðinu og vöktu athygli víða um land. En Arnór Sigurjónsson víkur að þessum umræðum og telur að þar muni skáldskap og ljóðagerð hafa borið hæst: „Bar þeim þar mikið í milli í fyrstu, því að hann hafði mestar mætur á Bjarna Thorarensen og því, er var honum skyldast í kveðskap, en Ásrún dáði Jónas Hallgrímsson. Taldi hann sig hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.