Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 129

Andvari - 01.01.1991, Page 129
ANDVARI „SÖNGUR ER í SÁLU MINNI'* 127 lært af henni að meta ljóðrænan skáldskap, svo sem vert væri. Einnig taldi hann, að bjartsýni Ásrúnar hefði orðið sér mikils virði á þessum árum“. VI Það er athyglisvert, að á einmánuði 1891 hefur fyrrgreint sveitarblað, Aðal- dælingur, göngu sína á milli bæja í Nessókn í Aðaldal og flytur þá efni frá hendi Sigurjóns Friðjónssonar í bundnu og lausu máli og ritað með hendi hans. Fyrst er ljóð hans Áramót, en meginefnið er þó grein, sem ber heitið Dálítið um tvo trúboða og trúarbrögð. Þarna var á ferðinni algjör nýlunda á íslenskum trúarakri og mun fæstum kunnugt, að sá boðskapur barst í hendur Aðaldælingum a.m.k. fjórum áratugum fyrr en hann var kynntur og þá mun ítarlegar í merkri þýðingu og útgáfu, sem allir landsmenn áttu kost á að kynnast. Virðist þessi grein í Aðaldælingi lykill að sérstæðum viðhorfum Sigurjóns Friðjónssonar, er setja ótvírætt mót á ljóðagerð hans. Áherslan á mýktina á ekki síst uppruna sinn að rekja til þess boðskapar, sem þar er fluttur. Mér sýnist ærin ástæða til þess að birta greinina hér í heild eftir vönduðu afriti Áskels Sigurjónssonar: DÁLÍTIÐ um tvo trúboða og trúarbrögð Á 6. og 5. öld f. Krist var maður uppi í Kína Lao Ztse að nafni. Hann var maður djúp- vitur, en lifði einbúalífi og var algerlega misskilinn af samtíð sinni. En sökum þess og annars hins, að hann lifði mjög réttvíslega, héldu ýmsir eftir dauða hans, að þetta mundi guð verið hafa. Og nú voru grundvölluð ný trúarbrögð - Taoisminn, ein af aðal- trúarbrögðum Kínverja - á kenningum Lao-tse. [Nafnið er ritað breytilega í hdr.] I trúarbrögðum þessum er margt fagurt að finna, en flest er það blandað hleypidóm- um. Norðurlandabúar hafa lengst af gefið þeim lítinn gaum, en nú á þessari öld hafa ýmsir fræðimenn varið miklum tíma til að rannsaka þau og þótti sú fyrirhöfn að fullu launuð, þegar „Tao-te-king“ lítill bæklingur eftir Lao-Tse fannst núna fyrir nokkrum árum. „Tao-te-king“ ritaði Lao-Tse stuttu fyrir dauða sinn og er það allt, sem eftir hann liggur. í bæklingi þessum skýrir hann frá Iífs- og trúarskoðunum sínum, sem eru næst því á þessa leið: í alheiminum ríkir almáttug, alstaðar nálæg, algóð vera. Vér sjáum hana ekki og verðum þó alstaðar vör við hana. Ekki getum við þreifað á henni, en þó umvefur hún oss. Hún er sístarfandi án þess að hafa aðra starfshvöt en kærleikann -. (og hún er sjálf kœrleikurinn, eilífur, alltfaðmandi, allt gagntakandi kœrleikur; vér sjáum hana ekki, en verðum þó alstaðar varir við hana, getum ekki þreifað á henni og þó umfaðmar hún oss. Hún er sístarfandi án þess að hafa aðra starfshvöt en kœrleikann og hún er sjálf kœrleikurinn, eilífur alltfaðmandi, allt gagntakandi kærleikur.) Tilverunni má líkja við hafið. Hver getur séð af yfirborði hafsins hvað býr í djúpum þess? Mannlífið er aðeins öldufaldur á yfirborði hins mikla tilveruhafs, mennirnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.