Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Síða 131

Andvari - 01.01.1991, Síða 131
ANDVARI „SÖNGUR ER í SÁLU MINNI" 129 ingar Krists hlutu að rangfærast á þeirri leið, eru allar líkur til að þær hafi verið auknar og rangfærðar við uppskriftir guðspjallanna og þýðingar á önnur mál, á fyrstu tímum kristninnar, meðan ein höndin var upp á móti annari (og óhlutvendni næg til að víkja orðum guðspjallanna við sér í hag). A þetta benda meðal annars mótsagnirnar, sem guðspjöllin úa og grúa af. VII Þessi sérstæða ritgerð hlýtur að vekja ýmsar hugsanir og þá ekki síst forvitni um það, hvaðan ungum manni kemur þessi fróðleikur um taóisma árið 1891 eða jafnvel fyrr. Að vísu er greinin fyrst og fremst endursögn tíðinda og fróð- leiks, ekki alltaf ljós, eins og við er að búast uni nýmæli úr fjarlægð, og í sum- um tilvikum minnir útleggingin ekki síst á skoðanir únítara. Ekki er mér fært að meta trúarleg áhrif presta í Suður-Þingeyjarsýslu á of- anverðri 19. öld. Fer þó ekki á milli mála, að þar bar hvað hæst séra Björn Halldórsson í Laufási, sem bæði var snjall prédikari og andríkt sálmaskáld. Sr. Björn var ákveðinn í trúarskoðunum, sem mótaðar voru af þeim nýrétt- trúnaði, er hófst til vegs með stofnun Prestaskólans 1847 og þar var hann á meðal fyrstu nemenda. En séra Björn var búsettur inn við Eyjafjörð og var því á héraðsenda, sem vegna erfiðra samgangna var víðsfjarri sveitunum aust- an Skjálfandafljóts. Sr. Björn var látinn fyrir tæpum áratug er Sigurjón Friðjónsson var kennari á Einarsstöðum. En í sömu sókn og sr. Björn bjó maður sem var áhrifamikill og hafði mun meiri tengsl þar eystra. Það var Ein- ar Ásmundsson í Nesi, sem boðaði eindregið trúarbragðafrelsi og frjálshyggju í trúmálum. Hafði hann m.a. annars varið Magnús Eiríksson guðfræðing í Kaupmannahöfn og frjálslyndar trúarskoðanir hans, sem nálguðust mjög kenningar únítara.1) Einar í Nesi var móðurbróðir systranna á Einarsstöðum, Ásrúnar og Krist- ínar eiginkonu Sigurjóns. Hafði Kristín dvalist lengi í Nesi á æskuárum og leit á Einar sem fóstra sinn. Ekki er ólíklegt að skoðanir Einars hafi blandast inn í umræður unga fólksins á Einarsstöðum. Þá vildi svo til að sóknarpresturinn, er þjónaði Einarsstaðasókn veturinn, sem Sigurjón kenndi þar, var séra Matt- hías Eggertsson, bróðursonur og skjólstæðingur séra Matthíasar Jochumsson- ar á Akureyri. Ekki eru mér kunnug trúarviðhorf sr. Matthíasar Eggertsson- ar, en trúlega hefur hann kynnst vel skoðunum nafna síns og fóstra. Tel ég víst, að hann hafi a.m.k. gert sér ljósa grein fyrir þeim, m.a. þeirri trúfræði, sem þjóðskáldið hneigðist að um hríð og var eftir dr. W.E.Channing (d. 1842) einn af áhrifamestu talsmönnum únítara. Sem kunnugt er mynduðu únítara- söfnuðir kirkjulegan félagsskap vestan hafs árið 1829 (American Unitarian Association). Megininntak kenninga þeirra er trúin á Guð sem föður allra og af því séu allir menn bræður. Jesús sé ágætasti leiðtogi þeirra, en maðurinn frelsist fyrir þroskun skapgerðar sinnar. Er það ekki síst sá þáttur, sem mér 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.