Andvari

Årgang
Eksemplar

Andvari - 01.01.1991, Side 138

Andvari - 01.01.1991, Side 138
136 BOLLI GÚSTAVSSON ANDVARI kennd er við Lao-Tse. Með hana kom hann til mín um sömu mundir og Hug- anir G.F. og krossinn og sami svipur var á föður mínum í öll þessi skipti. Mér fannst alltaf hann vilja segja eitthvað, sem hann kom ekki orðum að. Ég man aðeins, að hann hafði orð á því, að sér þætti þetta falleg bók og hann bað mig fyrir hana. Ég hef varðveitt þessa bók, látið binda hana í vandað band og reyndar slegið eign minni á hana.- Oft hef ég gluggað í þessa Iitlu bók, en ekki get ég sagt, að ég hafi tileinkað mér hana, enda finnst mér margt vera torráðið, en svo er um margan vísdóm að mér finnst. Þó dylst mér ekki, að sá sem þessa bók hefur ritað, er mikill „spekingur“ og skilur margt „djúpurn" skilningi. Sumt í bókinni er skylt því, sem faðir minn er að tjá í Ijóðum sínum. Einkum þeim ljóðum, sem hann orti seinustu æviár sín. T.d. þetta: „Alvaldið er heiminum það, sem fljótin og út- hafið eru lækjum dalanna“. (Lokaorð XXXII. kafla: Að fara um veginn). Löngu eftir að faðir minn var látinn komu í hendur mér gömul „sveitar- blöð“ úr Aðaldal. Blöð þessi voru rituð öll að mestu af föður mínum á árun- um 1887-1891. Seinasta tölublaðið, sem kom í mínar hendur, var ritað snemma árs 1891 og það talið 5. ár blaðsins, svo líklegt er, að byrjað hafi verið á þessari blaðaútgáfu 1886 eða 1887. Það sést á þessum blöðum, að þá er ný- lega stofnað vínbindindisfélag í Nessókn, og blaðaútgáfan er að einhverju leyti tengd þessu bindindisfélagi, því lög félagsins eru innfærð þar og umræður um félagsskap þennan fara þar fram. Einnig sést að blöðin eiga að ganga boðleið milli allra bæja í Nessókn. Þó að fleiri riti í þessi blöð en faðir minn, sést að hann hefur mest fjallað um þau eintök, sem komust í mínar hendur. Það sem hann ritar einkum um er bindindismál og um búfræðileg efni er einn- ig talsvert ritað. En í seinustu blöðunum er ljóðagerð efst á blaði og að lokum trúmál eða „guðspeki" og það sem mér kom dálítið á óvart. Þar var sagt frá Lao-Tse, kínverskum (spekingi) dulspekingi eða trúboða og bók, sem við hann er kennd Um dyggðina og veginn. Nú er mér gleymt, hver afhenti mér þessi blöð Aðaldælings, en þau voru úr dánarbúi föður míns og þeim fylgdi ýmislegt, sem snerti fjárbú það, sem hann veitti forstöðu á Einarsstaða- árum hans“. Þá er eftir að geta þess, að auk ljóðsins Áramóta og greinarinnar um trú- boðana tvo birtist saga í þessu sama eintaki Aðaldælings, sem Áskell gerir stuttlega grein fyrir í lok bréfsins: „Hlustið þið nú á hve Huga segist frá“, sem er þriðja atriðið eftir föður minn í þessu tölublaði Aðaldælings frá 18. mars 1891, er saga og fjallar um samskipti kynjanna, þ.e. karls og konu. Þessi saga föður míns minnir mjög á sögur hans sumar í „Þar sem grasið grær“. Sagan er all löng og þótti mér hún ekki segja neitt nýtt um föður minn nema það, að einkenni hans sem sögu- skálds koma þar fram. Þar eru meðal annars hinar guðspekilegu hugleiðingar hans um tilvist manns og samband hans við skaparann. En líklega er sagan þó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.01.1991)
https://timarit.is/issue/292761

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.01.1991)

Handlinger: