Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Síða 159

Andvari - 01.01.1991, Síða 159
ANDVARI AÐ ÁRROÐANS STRÖND OG AFTUR HEIM 157 Par að auki eru ritdómar lítt skilgreindir svo að stundum verður ekki séð hvaða bók er um að ræða („Tvær bækur eftir Huldu“, „smásagnasafn eftir Huldu“ o.s.frv.). Þá er ekki að sjá að höfundur skrárinnar hafi lesið inn- gangsritgerðina því að í skrána vantar merka grein Benedikts Bjarklinds í bókinni Móðir mín sem þar er vitnað til. Helstu greinar um Huldu hefur sá sem skrána tók saman ekki heldur lesið. Það sést á því að hér er ótalin merki- leg heimild sem Karl Kristjánsson vísar til í formála að Gullregni úr ljóðum hennar: „Við hvað ólst Hulda skáldkona upp?“ eftir systur hennar, Aðal- björgu Benediktsdóttur, í Heima er best 1962. Ekki kemur heldur fram, sem þó stendur í íslensku skáldatali, að ritgerð Richards Beck um Huldu er prentuð í greinasafni hans, Ættlandi og erfðum, 1950. Þá er þess ekki gætt að greinar Jónasar Jónssonar og Sigurðar Nordals í Samvinnunni 1981 eru bara uppprentanir á gömlum greinum, sem þó liggur í augum uppi, svo löngu eftir dag höfunda. Ritgerð Nordals er líka tekin upp í ritsafn hans, Mannlýsingar, 3.bindi; þess er ekki getið. Yfirleitt er eins og skrá þessi sé gerð í lausu lofti, án þekkingar á ferli Huldu eða heimildum um hana. Kemur fyrir lítið þótt fram sé tekið að skráin sé „enn ekki tæmandi“, sem auðvitað verður ekki ætlast til. Þeir ágallar sem hér hafa verið raktir eru hins vegar svo miklir að ekki verður við unað. Fyrirmyndarskrár af þessu tagi eru þær sem Ólafur Pálmason tók saman og fylgdu ljóðaúrvölum Davíðs Stefánssonar og Matth- íasar Jochumssonar. En það er vitaskuld úrvalið sjálft og inngangsritgerðin sem mestu máli skipta. Verður ekki annað séð en þar hafi vel og skipulega verið að staðið. Ákveðið sjónarmið er lagt til grundvallar í umfjöllun um skáldkonuna og vali á textum, en að öðru leyti gefur inngangurinn glögga mynd af baksviði Huldu, bókmenntalegum og almennt menningarsögulegum forsendum fyrir skáldferli hennar, hugsunarhætti og stíl. í fyrsta hluta er gerð grein fyrir þeirri merkilegu menntavakningu sem varð í Þingeyjarsýslu á seinni hluta nítjándu aldar, en henni var Unnur Benediktsdóttir nátengd frá öndverðu, dóttir Benedikts á Auðnum. Um fé- lagshreyfingu Þingeyinga hefur nokkuð verið ritað sem unnt er að styðjast við, einkum rit Gunnars Karlssonar, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, svo og ritgerð um efni sem miklu skiptir í þessu sambandi, bókafélagið Ófeig í Skörðum og félaga, eftir Svein Skorra Höskuldsson í Skírni 1970. Það var með öllu óvenjulegt að fólk í íslenskum sveitum læsi rit helstu samtímahöfunda erlendra ný af nálinni eins og Þingeyingar gerðu á uppvaxtarárum Unnar Benediktsdóttur. Á því - og hinum þjóðlega menn- ingararfi - byggðist menntun hennar og áhrif erlendra bókmennta leituðu fram í fyrstu ljóðunum. Frá þessu segir í öðrum kafla ritgerðarinnar og í þriðja kafla er ljóðform fyrstu bókanna greint. Frægð sína í þeim efnum á Hulda því að þakka að hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.