Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 162

Andvari - 01.01.1991, Side 162
160 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI ljóðabækur, kornungur. í Danmörku gaf hann út þrjár í viðbót og þrjár í óbundnu máli, en féll frá innan við þrítugt, 1916. Um þetta skammlífa skáld birtist gömul grein eftir danskan vin hans, Harry Söiberg, í íslenskri þýðingu í Andvara 1987 og vísa ég til hennar. En á síðasta ári gaf Hrafn Jökulsson út úrval úr Ijóðum Jónasar á íslensku, ásamt allrækilegum formála og nefnir bókina eftir einu þekktasta ljóðinu, Bak við hafið. Petta er hið snotrasta kver að útliti og frágangi og inngangur Hrafns læsi- lega saminn. Hann rekur æviferil Jónasar eftir helstu heimildum, meðal ann- ars fyrrnefndri grein úr Andvara. Bréf á Landsbókasafni hefur höfundur einnig skoðað og vitnað til og tekst honum með hjálp þessara heimilda að bregða upp allgóðri mynd af skapgerð Jónasar og hinum skamma en um- skiptasama æviferli hans, einkum hér heima. Meðal annars er fjallað um rit- stjórn Jónasar og þátttöku í ófrjóum þrætum um sambandsmálið á þessum árum, sem lítt hefur verið gert í fyrri greinum um skáldið. - Eitt smáatriði þarf að leiðrétta. Hrafn hefur eftir prentuðum heimildum (grein eftir Hann- es Pétursson og íslenskt skáldatal) að Jónas sé fæddur 27. ágúst 1887, - rétt mun vera 27. sept. Hins vegar er rangt það sem stendur í dönskum ritum, og á legsteini hans á Skagen, að hann væri fæddur 1886. Þessi bók geymir einungis úrval ljóða skáldsins á íslensku sem raunar hef- ur áður verið tekið saman. Hannes Pétursson valdi nítján ljóð í safnið Fjögur ljóðskáld, 1957, og ritaði um skáldskap Jónasar í formála. Pau ljóð eru nær öll hjá Hrafni, að viðbættu öðru eins safni, svo að í bókinni eru 40 ljóð, öll nema tvö úr síðustu bók skáldsins á íslensku, Dagsbrún. - Hér má sjá teikn- ingu af Jónasi eftir kunningja hans, Ásgrím Jónsson, sem ég hygg að ekki hafi verið birt fyrr. Óvíða er óþol og útþrá æskumanns betur túlkað en í ljóðum Jónasar Guð- laugssonar, þráin „að árroðans strönd“ setur mark á flest sem hann yrkir best á íslensku. Hann er að vissu leyti kraftmestur nýrómantískra skálda og örlög hans urðu einnig önnur en þeirra, - helst að hann sé sambærilegur við Jóhann Sigurjónsson sem ljóðskáld. Hér heima varð Jónas til að beina hug- um ungra skálda í nýja átt og hafa Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson af honum lært. Hann er, ásamt Huldu og Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, helsta fyrirmynd í beitingu þjóðkvæðastíls sem Davíð hlaut mest frægðarorð fyrir að Jónasi látnum. En kornungur hvarf Jónas af vettvangi íslenskra bók- mennta. Hann lét eftir sig fáein ljóð sem tíminn hefur aldrei unnið á. Eitt þeirra að minnsta kosti á samastað í hverju ljóðaúrvali, Æskuást: Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá, sem helst skyldi íþögninni grafið? Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá, sem sefur á bak við hafið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.