Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 162
160
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
ljóðabækur, kornungur. í Danmörku gaf hann út þrjár í viðbót og þrjár í
óbundnu máli, en féll frá innan við þrítugt, 1916. Um þetta skammlífa skáld
birtist gömul grein eftir danskan vin hans, Harry Söiberg, í íslenskri þýðingu
í Andvara 1987 og vísa ég til hennar. En á síðasta ári gaf Hrafn Jökulsson út
úrval úr Ijóðum Jónasar á íslensku, ásamt allrækilegum formála og nefnir
bókina eftir einu þekktasta ljóðinu, Bak við hafið.
Petta er hið snotrasta kver að útliti og frágangi og inngangur Hrafns læsi-
lega saminn. Hann rekur æviferil Jónasar eftir helstu heimildum, meðal ann-
ars fyrrnefndri grein úr Andvara. Bréf á Landsbókasafni hefur höfundur
einnig skoðað og vitnað til og tekst honum með hjálp þessara heimilda að
bregða upp allgóðri mynd af skapgerð Jónasar og hinum skamma en um-
skiptasama æviferli hans, einkum hér heima. Meðal annars er fjallað um rit-
stjórn Jónasar og þátttöku í ófrjóum þrætum um sambandsmálið á þessum
árum, sem lítt hefur verið gert í fyrri greinum um skáldið. - Eitt smáatriði
þarf að leiðrétta. Hrafn hefur eftir prentuðum heimildum (grein eftir Hann-
es Pétursson og íslenskt skáldatal) að Jónas sé fæddur 27. ágúst 1887, - rétt
mun vera 27. sept. Hins vegar er rangt það sem stendur í dönskum ritum, og
á legsteini hans á Skagen, að hann væri fæddur 1886.
Þessi bók geymir einungis úrval ljóða skáldsins á íslensku sem raunar hef-
ur áður verið tekið saman. Hannes Pétursson valdi nítján ljóð í safnið Fjögur
ljóðskáld, 1957, og ritaði um skáldskap Jónasar í formála. Pau ljóð eru nær
öll hjá Hrafni, að viðbættu öðru eins safni, svo að í bókinni eru 40 ljóð, öll
nema tvö úr síðustu bók skáldsins á íslensku, Dagsbrún. - Hér má sjá teikn-
ingu af Jónasi eftir kunningja hans, Ásgrím Jónsson, sem ég hygg að ekki
hafi verið birt fyrr.
Óvíða er óþol og útþrá æskumanns betur túlkað en í ljóðum Jónasar Guð-
laugssonar, þráin „að árroðans strönd“ setur mark á flest sem hann yrkir
best á íslensku. Hann er að vissu leyti kraftmestur nýrómantískra skálda og
örlög hans urðu einnig önnur en þeirra, - helst að hann sé sambærilegur við
Jóhann Sigurjónsson sem ljóðskáld. Hér heima varð Jónas til að beina hug-
um ungra skálda í nýja átt og hafa Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson af
honum lært. Hann er, ásamt Huldu og Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, helsta
fyrirmynd í beitingu þjóðkvæðastíls sem Davíð hlaut mest frægðarorð fyrir
að Jónasi látnum. En kornungur hvarf Jónas af vettvangi íslenskra bók-
mennta. Hann lét eftir sig fáein ljóð sem tíminn hefur aldrei unnið á. Eitt
þeirra að minnsta kosti á samastað í hverju ljóðaúrvali, Æskuást:
Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,
sem helst skyldi íþögninni grafið?
Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá,
sem sefur á bak við hafið.