Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 165

Andvari - 01.01.1991, Page 165
ANDVARI AÐ ÁRROÐANS STRÖND OG AFTUR HEIM 163 þetta er fjallað í löngu máli. Sitthvað er hér fróðlegt, til dæmis það hvernig Stefán vann kvæði sín, en Orgland hefur komist yfir handrit hans með upp- köstum nokkurra bestu kvæðanna í Söngvum förumannsins. Þá sýnir hann fram á samhengi einstakra ljóða betur en áður, þótt ljóst sé raunar að Söngv- arnir eru óvenjusamfelld bók. Þessi smáatriða- og orðatíningur gerir bók Orglands miður læsilega á köfl- um, og er það varla tiltökumál um doktorsrit. Þó hlýtur lesandinn að sakna þess að bókarhöfundur skuli ekki skyggna efnið af hærri sjónarhól en hann gerir, skoða ljóðhugsun Stefáns í samhengi við bókmennta- og menningar- strauma á meginlandinu á þessum árum. Slíkt gæti varpað ljósi á hinn ljóð- ræna kjarna í skáldskap Stefáns. Væri þó rangt að segja að höfundur sé ónæmur á hann. Um þau efni hafa líka verið skrifaðar góðar ritgerðir (eink- um eftir Halldór Laxness, Tómas Guðmundsson og Svein Bergsveinsson) og hefur Ivar Orgland svo sem litlu við að bæta, nema leiðréttingum á ævisögu- Iegum atriðum. Ritgerð Sveins sem kom í úrvali Menningarsjóðs á ljóðum Stefáns skiptir hér verulegu máli um matið á ferli skáldsins og listrænum ein- kennum ljóðanna. „Um mál og stíl í Söngvum förumannsins“ heitir einn kaflinn í bók Org- Iands. Hann er lítið nema samtíningur um einstök orð og Ijóðmyndir. Það hlýtur raunar að vera viðfangsefni íslendings að gera grein fyrir hinni stíllegu nýjung sem Stefán færði ljóðlist okkar. Hún var vissulega gagntakandi. Stef- án var stílsnillingur, hafði hárnæman málsmekk, bar einkum gott skyn á hljóm og hrynjandi, og hann var djarfari í meðferð tilfinningamála en áður hafði þekkst. Nýjungin í Söngvunum liggur kannski ekki eftirtímanum í aug- um uppi. Stefán átti sína fyrirrennara, svo sem jafnaldra sinn Jónas Guð- laugsson sem að framan var drepið á. En það er eins og Stefán hrindi upp hurð listrænnar tilfinningatjáningar sem fyrirrennarar hans höfðu aðeins opnað í hálfa gátt. Og svo líkingunni sé haldið, má segja að Davíð Stefánsson veiti síðan fersku lofti inn í salarkynni íslensks ljóðmáls. Annars hygg ég að athugun Kristjáns Karlssonar um nýjung Söngvanna hitti vel í mark. Krist- ján bendir meðal annars á „hve sagan var sterkt afl í íslenskum skáldskap á 19. öld og hve gersneyddir Söngvar förumannsins eru að sögulegum minj- um.“ Ivar Orgland hefur tvímælalaust unnið þarft verk með því að safna upplýsingum um Noregsdvöl Stefáns frá Hvítadal og kanna hvað hann hafði úr norskum skáldskap sem hann las. Það má auðvitað kallast tilviljun að Stefán Ienti í Noregi og hlaut áhrif þaðan. Sá ljóðræni andi sem hann drakk í sig lá í loftinu í Norðurálfu á þessum tíma. Og við megum ekki gleyma því að Stefán stóð á traustum grunni íslenskar hefðar og kom það æ skýrar í ljós er á feril hans leið. Yfirleitt hygg ég að Ivar Orgland geri of mikið úr norsku áhrifunum og seilist of langt að rekja hvaðeina til Noregs sem eins líklegt er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.