Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 167
ANDVARI
AÐ ÁRROÐANS STRÖND OG AFTUR HEIM
165
„Aðallinn í skáldskap Stefáns frá Hvítadal er ekki einungis sérstakt ljóð-
form og lífsstíll, heldur fremur öllu öðru ljóðrænn, lifandi og mjög persónu-
bundinn vitnisburður. Bestu kvæði hans eru alltof merkileg til þess að þjóðin
megi leggja þau fyrir róða. Leikandi lífsgleðin í kvæðunum „Vorsól“ og
„Hún kyssti mig“, einlæg trúartilbeiðsla á Guði og konunni í „Fölskvuðum
eldum“, auðmýkt og sár syndajátning í „Aðfangadagskvöldi jóla 1912“, hlý,
mild og þýð umhyggja fyrir barninu í „Erlu“, djúp virðing fyrir vináttunni í
„Minningu“ og ástinni, sem einu sinni var, í „Seytjánda maí“ og „Frá liðnum
dögum“, og raunar boðskapur margra annarra ónefndra kvæða, geymir
ómælanlegan sjóð mannlegra verðmæta úr samtíð vorri.“ (291-92)
Pau kvæði sem hér eru nefnd eru flest úr Söngvum förumannsins. Sú bók
er auðvitað frá sjónarmiði bókmenntasögunnar merkasta verk Stefáns frá
Hvítadal. En mönnum hefur samt orðið alltof starsýnt á „hnignun“ í skáld-
skap hans seinni árin. Þannig mátti lesa í grein á aldarafmæli Stefáns (Sig-
urður Hróarsson: Mbl. 25. okt. 1987) að hann hafi verið „andlega uppurinn“
þegar hann dó. Sú skoðun er röng, en hún er líklega einkum runnin frá þeim
sem andvígir voru pólitískum hugmyndum skáldsins og siðskiptum til kaþ-
ólskrar trúar. Hér skiptir miklu hin snjalla ritgerð Halldórs Laxness sem
upphaflega kom í Iðunni 1934. (M.a. prentuð í Af skáldum, 1972). Halldór
hafði verið trúbróðir Stefáns, raunar guðfaðir hans, og ritað lof um Heilaga
kirkju,1924, taldi hana framför frá eldri Ijóðum „sem báru allmikinn keim af
norskum demidekadence (hálfúrkynjun).“ Nú sýnir skáldið oss „rammleik
°g kyngi, sólborinn, norrænan kraft,“ sagði Halldór þá. Tíu árum síðar hafði
hann snúist til félagslegrar róttækni, gegn kaþólskunni, og skoðaði skáld-
skap Stefáns á allt annan hátt. Slíkar sveiflur eru ekki fátíðar en þær spilla
fyrir allsgáðu mati á skáldskapargildi verka.
Satt er það að margt af sálmakveðskap Stefáns frá Hvítadal fyrir kaþólska
kirkju er formúlulist sem skortir lífsneista. En þörf hans fyrir andlegt skjól,
sem kaþólska kirkjan veitti þessum sveimhuga, var einlæg. Pví er alls ómak-
legt það sem Sigurður Hróarsson sagði í fyrrnefndri grein að „tilfinning
kvæða hans frá kaþólska tímabilinu (sé) áberandi ópersónuleg og einhvern-
veginn svikin í samanburði við einlæga trú förumannsins.“ Það voru kenni-
setningarnar og þyngsli dróttkvæðaformsins sem bældu tilfinninguna, sjálf
var hún ósvikin. t»ar sem var kjörsvið Stefáns og gáfa hans fékk að springa út
naut hann sín vel fram undir það síðasta. Að leiðarlokum gat hann ort glæsi-
legt kvæði eins og Fornar dyggðir. Sá sem svo kveður er vissulega ekki „and-
lega uppurinn.“ Listatök skáldins á íþrótt sinni eru föst og örugg sem fyrr;
kunni menn ekki að meta kvæðið stafar það af andúð á þeirri sveitarómantík
sem umvefur það. Stefán snerist gegn „tískunni“, hún er eitt hið neikvæðasta
fyrirbæri í skáldheimi hans allt frá upphafi: „Vann mér tískan tjón,“ segir í
Aðfangadagskvöldi jóla 1912. Tískan snerist líka gegn skáldinu og hefur svo