Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 25
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
23
Ríkisstjóm Tryggva Þórhallssonar
Eins og áður hefur verið minnst á kom til valda ný ríkisstjórn eftir
alþingiskosningar 1927. Þessi ríkisstjórn hefur með réttu verið nefnd
ríkisstjórn Framsóknarflokksins, því að í henni sátu þrír ráðherrar, allir
ár Framsóknarflokknum. Forsætisráðherra var Tryggvi Þórhallsson,
þingmaður Strandamanna, guðfræðingur að mennt og sóknarprestur
í nokkur ár á Hesti í Borgarfirði, en gerðist ritstjóri Tímans 1917 og
gegndi því starfi þar til hann varð forsætisráðherra. Hann var auk
þess bóndi í Laufási í Reykjavík og formaður Búnaðarfélags íslands.
Tryggvi fór með atvinnumál og samgöngumál, þ. á m. síma- og póst-
mál. Fjármálaráðherra var fyrsta árið Magnús Kristjánsson, kaup-
maður á Akureyri og útgerðarmaður þar fram eftir ævi, þingmaður
Akureyringa um árabil og bæjarfulltrúi þar lengi. Hann var fyrst heima-
stjórnarmaður, en tengdist fljótlega Framsóknarflokknum eftir að hann
var stofnaður. Magnús var þrautreyndur maður í viðskiptum og stjórn-
málum, en tekinn fast að eldast, þegar hann varð ráðherra og andaðist
66 ára að aldri árið eftir. Við starfi hans tók Einar Árnason, þingmaður
Eyfirðinga. Við hann átti Eysteinn mikil samskipti. Jónas Jónsson
frá Hriflu var dóms- og kirkjumálaráðherra og hafði með höndum
menntamálin og heilbrigðismálin. Hann var kennari að starfi, fyrst við
Kennaraskóla íslands, síðar skólastjóri Samvinnuskólans, þekktur sem
höfundur kennslubóka handa börnum og mikilvirkur greinahöfundur
um þjóðfélagsmál.
Þessi framsóknarríkisstjórn undir forsæti Tryggva Þórhallssonar var
minnihlutastjórn, en naut tiltekins þingstuðnings Alþýðuflokksins og
eins þingmanns utan flokka. Hins vegar átti stjórnin hörðu að mæta af
hálfu stærstu fylkingar stjórnarandstæðinga, Ihaldsflokksins. Á þeim
bæ var stjórnin ekki tekin neinum vettlingatökum, enda skarpar línur
milli flokkanna um markmið og leiðir, deiluefnin eldfim og blaðaskrif
öll óvægin.
Stundum er talað um „dóm sögunnar“ sem manni skilst að sé kveð-
mn upp af óskeikulli réttsýni ósýnilegs dómstóls áranna og aldanna sem
Eða frá atburðum og brotthvarfi persóna og annarra áhrifaafla, sem að
málum unnu. Ekki veit ég hvort hinn ósýnilegi dómstóll sögunnar hefur
kveðið upp sinn dóm um verk ríkisstjórnar Framsóknarflokksins á
kjörtímabilinu 1927-1931, hvað þá að ég viti hvernig sá dómstóll hefur
lagt mat á hæfileika og mannsparta ráðherranna, sem sátu í stjórninni.