Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 16
14 INGVAR GÍSLASON ANDVARI í upphafi 21. aldar er augljóst að íslendingar munu reyna á sjálfum sér mikinn aðflutning útlendinga til búsetu í landinu. Ég held að það muni sanna sig á líðandi öld að inngjöf útlendra erfða og gena í „vort aríska blóð“ mun síst verða íslenskri þjóðmenningu að falli. Þjóðmenning hrynur, ef hún hrynur, innan frá, ekki að utan. Eysteinn Jónsson fæddist á Djúpavogi 13. nóvember 1906. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Hansdóttir Beck frá Sómastöðum í Reyðar- firði (f. 1872, d. 1949) og séra Jón Finnsson sóknarprestur í Hofspresta- kalli í Álftafirði (f. 1865, d. 1940). Þau hjón bjuggu fyrst á Hofi, en brugðu búi og settust að á Djúpavogi 1905. Þar bjuggu þau á grasbýli, sem þau nefndu Hraun og stunduðu nokkurn búskap sem algengt var í sjávarplássum á þeirri tíð. Séra Jón var sóknarprestur sveitanna við Álftafjörð, Hamarsfjörð og Berufjörð til 1931 og hafði þá gegnt þeirri þjónustu full 40 ár. Fjölskylda þessara austfirsku prestshjóna var ekki stór. Þau áttu þrjá syni, Finn (dó ungur), Hans Jakob og Eystein. Hjá þeim ólust upp að auki fósturbörn. Jakob Jónsson fæddist á Hofi 20. janúar 1904. Hann varð snemma á ævi sinni og æ síðan þjóðkunnur prestur og rithöfundur. Tvö af börnum hans eru þekkt skáld, Svava Jakobsdóttir og Jökull Jakobsson. Þau fæddust á Norðfirði, þar sem faðir þeirra var sóknarprestur við góðan orðstír, svo að við, gamlir Norðfirðingar, munum vel það góða fólk. Menntahugur og sköpunar- gáfa með framtakssemi einkenna marga ættmenn Eysteins Jónssonar. Sjálfur smakkaði hann örvandi veigar af ættarbrunni vits og dugandi framgöngu. Hann þurfti engrar ítroðslu við né langrar skólasetu til þess að verða leiðandi forustumaður í þjóðmálum sem var það hlutverk sem honum var ætlað. Frá ungum aldri gekk Eysteinn til verka að hverju því sem til féll á staðnum, bæði vann hann bústörfin heima, sem tóku sinn skerf af vinnustundum hans og sumar eftir sumar stundaði hann sjóróðra eða vann í landi við beitningu, fiskaðgerð og saltfiskverkun. Verslunar- og skrifstofustörf léku í höndum hans. Þannig liðu unglingsárin að alþýðleg vinna á sjó og landi var viðfangsefni hans. Hann er orðinn 19 ára þegar hann ákveður að stunda formlegt nám og sest í Samvinnu- skólann. Þess er þó að geta að hann naut tilsagnar föður síns í ýmsum námsgreinum, sem var skóli út af fyrir sig. Faðir hans var lærður vel, mikill bókamaður og námsmaður eftir því. Halldór Laxness átti eitt sinn leið inn á prestsheimilið á Hrauni. Honum þótti mikið til séra Jóns koma, sagði hann vel máli farinn og vakandi í hugsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.