Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 100
98 SIGURBORG HILMARSDÓTTIR ANDVARI sama dag, en líklega að kvöldi, man ég eftir mér á ný. Þá erum við komin að Glitstöðum og ég stend þar í bæjardyrum hjá einhverri gamalli kistu og er að grenja. Faðir minn er að ríða úr hlaði og hefur kvatt mig og móður mína. Það var leiðinlegt allt. A Glitstöðum vorum við í þrjú ár, móðir mín og ég. Þar leið okkur mjög vel. Það var líka mjög leiðin- legt að fara þaðan. Þá var komið ártalið 1912 og ég man margt, líklega flest frá þeim tíma. Við fluttum enn tveimur árum síðar þ.e. 1914ogenn 1916. Það var alltaf leiðinlegt að flytja. Það setti sorg og söknuð í brjóstið, maður mátti ekki eiga hlutdeild í neinu.1 Vorið 1912 flytja Anna og Stefán að Haukagili í Hvítársíðu. Þar eru þau tvö ár en fara 1914 að Háafelli öðru sinni. Vorið 1916 flyst fjölskyldan að Þorgautsstöðum og standa þau Anna og Jón þar fyrir búi. Þegar þau flytja þaðan að Síðumúla 1922 verður Stefán eftir á Þorgautsstöðum sem vinnu- maður og er þar heimilisfastur til 1931. Haustið 1929 getur vinnumaðurinn á Þorgautsstöðum, tæplega tuttugu og fjögurra ára gamall, látið þá ósk sína rætast að afla sér einhverrar menntunar. Hann heldur til Laugarvatns og sest þar í skóla sem var að hefja annan starfsvetur sinn. í Laugarvatnsskóla nam Stefán tvo vetur 1929-1931. Þessir vetur urðu honum notadrjúgir á fleiri en einn veg. Hann varð frammámaður í félagslífi nemenda, var formaður skóla- félagsins og ritstjóri skólablaðsins. Hann batt þar vináttu sem hélst ævilangt og á Laugarvatni hlaut hann þá undirstöðumenntun sem opnaði honum dyr Kennaraskólans. Stefán settist í annan bekk Kennaraskólans haustið 1931 og lauk kenn- araprófi 1933. Það sama haust hóf hann kennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík, að tilhlutan Sigurðar Thorlacius sem þar var skólastjóri og hafði kennt Stefáni á Laugarvatni. Arið eftir var honum veitt föst staða við skólann og kenndi hann þar til dauðadags. Öllum nemendum og samkennurum ber saman um að Stefán hafi verið afbragðs kennari. Einkum fór orð af honum fyrir að geta tjónkað við baldna stráka sem reynst höfðu öðrum kennurum ofurefli. Var þá þrautalendingin að koma þeim í bekk til Stefáns. Sjálfur taldi hann að nemendum þætti vænt um sig og litu á sig sem vin og félaga fremur en yfirboðara. Austurbæjarskólinn (stofnaður 1929) var á fyrstu árum sínum eins konar háborg barnafræðslunnar á íslandi. Hann var best búni barnaskóli landsins og hafði bæði eigin sundlaug og kvikmyndasal. Þar voru teknar upp nýjungar í kennsluháttum og Stefán var ekki eini barnabókahöfundurinn í kennarahópn- um en þar má einnig nefna bæði Sigurð Thorlacius og Ragnheiði Jónsdóttur. Stefán kvæntist árið 1938 Önnu Aradóttur (1914-1979) frá Stöðvarfirði. Heimili þeirra stóð í Reykjavík, framan af í leiguhúsnæði en síðar í íbúð sem þau byggðu sér að Hamrahlíð 9. Stefán lét eftir sig dagbækur skrifaðar á rúmlega tuttugu ára tímabili, frá 1945 til 1966 og eru þær varðveittar á Landsbókasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.