Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 28
26 INGVAR GÍSLASON ANDVARI aður skattstjóri í Reykjavík 1930, 23 ára gamall. Skattstjóraembættinu gegndi hann næstu fjögur ár, er hann varð fjármálaráðherra. Þetta var vandasamt og umfangsmikið embætti. Þá var skattstjórinn í Reykjavík auk þess formaður niðurjöfnunarnefndar í bænum, sem hafði með höndum álagningu útsvara á bæjarbúa. Ekki er ólíklegt að brugðið geti til beggja vona um vinsældir manna í slíkri stöðu. En Eysteini tókst sem fyrr að stýra svo skútu sinni að hann naut fyllsta trausts fyrir starfsemi sína, heiðarleika og sanngirni. En jafnframt mátti sýnt vera að hann staðnæmdist ekki við embættisstörf ein, þótt þau lægju vel fyrir honum og hefðu mátt endast honum til nokkurrar frægðar á ævi- göngunni. Smám saman dróst hann meira og meira inn í stjórnmál á vegum Framsóknarflokksins og naut mikils álits samstarfsmanna þar og flokksmanna sem til hans þekktu vítt og breitt um landið. En um það leyti sem Eysteinn gerist skattstjóri og fer auk þess að eflast sem virkur þátttakandi í stjórnmálum, eru blikur á lofti í efnahags- og viðskiptamálum vegna heimskreppunnar alkunnu sem skollin var á, og ekki síður, að því er Framsóknarflokkinn snerti, að brestir voru komnir í sambúðina við Alþýðuflokkinn. Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar stóð og féll með „hlutleysi“ Alþýðuflokksins. Haustið 1930 ályktaði sambandsþing Alþýðuflokksins að hlutleysi hans gagnvart ríkisstjórninni væri niður fallið, ástæður til slíks hlut- leysis væru ekki lengur fyrir hendi. Orsakir þess að Alþýðuflokkurinn treystist ekki lengur til þess að veita stjórninni hlutleysi áttu sér skýr- ingar. Flokkurinn var innbyrðis ósamstæður. í flokknum voru bæði sósíaldemókratar að norðurlandahætti og kommúnistar sem aðhylltust snöggar, byltingarkenndar breytingar á þjóðfélaginu og sóttu kenningar sínar til þeirra sem túlkuðu marxisma og leninisma róttækt, ef ekki bók- staflega. Kommúnistar voru mjög gagnrýnir á hlutleysisafstöðu gagn- vart ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Þar að auki var almenn óánægja í Alþýðuflokknum með kjördæmaskipunina, sem var flokknum ekki hliðholl. Innanflokksátökin enduðu með því að Alþýðuflokkurinn klofnaði. Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður um mánaðamót nóvember og desember 1930. Alþingi var ekki að störfum þessa haustdaga og var ekki kvatt saman til aukaþings til þess að ræða stöðu ríkisstjórnarinnar. Lögbundinn samkomudagur þingsins var 15. febrúar og var því boði fylgt. Ríkisstjórnin (framsóknarmenn) flutti frumvarp til stjórnarskrárbreyt- ingar sem fólst í því að lækka kosningaaldur úr 25 árum í 21 ár og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.