Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 118
116
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
ingu Wilsons. Þriðji stórmeistarinn sem hefur breytt afstöðu manna til þessa
verks á síðustu árum er svo Peter Brook, fyrst með eins konar uppkasti, sem
nefndist L'homme qui og síðan með Hamlet-sýningu sinni með fámennum
leikhóp árið 2000. Ekki hafði ég heldur séð sýningu Brooks, þegar ég setti
upp Hamlet á Akureyri, þó að ég hafi síðar séð hana í París og lesið mér til
um þá Lepage og Wilson í bók Lavenders, Hamlet in Pieces. Engin þessara
sýninga hafði því áhrif á útfærslu mína á Akureyri; hins vegar hafði bók
Jans Kott mikil áhrif á mig og mína jafnaldra í leikhúsinu, sem og ýmis
skrif Peters Brook, ekki síst bókin The Empty Space. Og aðrar sýningar
Brooks og þeirra Wilsons og Lepage hef ég svo séð, oftast mér til gagns og
ánægju.
Auðvitað hef ég séð fjöldann allan af Hamlet-sýningum (sem og Hamlet-
kvikmyndum), en engin þeirra hygg ég hafi verið mér fyrirmynd í minni
vinnu og minna samstarfsmanna. Mín nálgun var allt önnur. En ég sá til
dæmis frumflutning verksins á Islandi í Iðnó 1949; sömuleiðis mun ég hafa
séð kvikmynd Laurence Oliviers einum fimm sinnum það sama vor. Af
öðrum kvikmyndaútgáfum er mér minnisstæðust sú sovéska með Innocenty
Smoktunovsky í hlutverki prinsins og á sviði önnur rússnesk útgáfa, sýn-
ing Jurijs Ljubímovs með vísnasöngvaranum Vladimir Vysodskij í hlutverki
Hamlets og í leikmynd Daniels Borovskys, sem hér starfaði; þá munaði
minnstu að Ljúbimov kæmi hingað til íslands til vinnu og hef ég lýst því á
öðrum stað. Þá sýningu sá ég tvisvar, fyrst í Moskvu og síðan í Leikhúsi þjóð-
anna á Bitefhátíðinni 1977, þar sem hún var verðlaunuð. Sú sýning hafði að
minnsta kosti áhrif á önnur verk mín á leiksviði, en ekki endilega Hamlet.
Amlóda saga
Leikflokkurinn Bandamenn hafði orðið til, þegar þáverandi forstjóri Norræna
hússins, Lars Áke Engblom, bað mig finna eitthvert verk sem yrði framlag
hússins til Listahátíðar 1992 og norrænna leikhúsdaga sem einnig fóru fram
samtímis. Eg hafði áður gert atlögu að Bandamanna sögu sem faðir minn
hafði gaukað að mér að myndi henta vel til leikflutnings. Ég stýrði henni í
heild sinni í útvarpi og var sjálfur sögumaður. Eftir að hafa unnið verk eftir
Ghelderode og Árna Ibsen fyrir Egg-leikhúsið með góðum árangri, langaði
mig að freista þess að finna sögunni sviðslegt form með sömu áhöfn. Og
þó að í hópinn, þar sem fyrir voru Viðar Eggertsson, Þór Tulinius, Kristján
Franklín Magnús og Ingrid Jónsdóttir, bættist hæfileikafólk eins og Baltasar
Kormákur og Guðni Franzson, tókst okkur (eða öllu helst mér) ekki að ná
utan um verkið með nýjum leikhúslegum aðferðum sem var markmiðið. En
þegar forstjóri Norræna hússins ámálgaði við mig að útbúa litla sýningu, lang-