Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 32
30 INGVAR GÍSLASON ANDVARI rakið. Hann stóð nú á sjötugu og þótti tímabært að draga sig í hlé. Þótt ýmsir yrðu til þess að sækjast eftir þingsætinu, mátti það heita sam- mæli forustumanna flokksins í Suður-Múlasýslu að kalla Eystein til framboðs, enda fyrirfram gefið að hann bæri af þeim sem til greina gátu komið, þótt ungur væri. Austfirskir framsóknarmenn vissu að þeir voru að velja til þingsetu mann, sem sýnt hafði afburða færni í emb- ættisstörfum, hafði öðlast víðtæka þekkingu á íslenskri þjóðfélagsgerð og ríkisbúskap sérstaklega. Hann var auk þess ættborinn og uppvaxinn austan lands, staðkunnugur og fróður um menn og mannahagi í kjör- dæminu. Vitað var að hann var þaulreyndur félagsmálamaður, hafði tekið virkan þátt í störfum Framsóknarflokksins og staðið fremstur í flokki samvinnumanna í Reykjavík. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Kaupfélags Reykjavíkur og formaður þess frá upphafi til 1934, er hann varð ráðherra. Þetta félag efldist síðar undir nafninu Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis (KRON). Þá var hann hvatamaður að stofnun Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur 1932 og formaður þess fyrstu árin. I kjölfar þess var fjölda byggingasamvinnufélaga komið á fót í landinu. Þá hafði Eysteinn orðið landskunnur, þegar hann flutti útvarpsræðu um fjármál og ríkisbúskap fyrir alþingiskosningar 1931. Hann var þá 24 ára og var ekki í framboði, því að kosningaréttur og kjörgengi miðaðist þá við 25 ára aldur. Vaxandi deilur í þingflokki Þegar Eysteinn settist á þing fór þar maður með mikla reynslu, svo að reisn var yfir störfum hans. Hins vegar gekk hann ekki í nein ein- ingarsamtök þegar hann kom í raðir þingflokks framsóknarmanna. Þó var flestum ljóst að freista yrði þess að sameina sundrað lið, slæva ágreining milli fylkinga sem auðið væri. Ekki er efamál að Eysteinn Jónsson var meðal hvatamanna um að vinna að sáttum. Svo var einnig um Tryggva Þórhallsson. Þórarinn Þórarinsson segir í sögu Framsóknarflokksins að Tryggvi hafi látið svo um mælt „að mæta yrði kosningasigri Sjálfstæðisflokksins með aukinni samheldni framsókn- armanna.“ Þórarinn greinir einnig svo frá að miðstjórn hafi kosið „sér- staka stjórnmálanefnd, skipaða mönnum úr báðum örmum flokksins.“ Eysteinn Jónsson var kosinn formaður nefndarinnar, sem var augljós yfirlýsing um það traust, sem til hans var borið. Þórarinn greinir einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.