Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 137
ANDVARI
HAMLET VIÐ HEIMSKAUTSBAUG
135
4. atridi
er samtal Póloníusar og Ófelíu. Hún er alveg einlæg og veit ekki hvernig hún
á að túlka atferli Hamlets. Tjald notað sem hún grípur í til halds og trausts.
5. atriöi
eftir ljósabreytingu, hefst á því að kóngur kemur inn, hugsi, sest á bálkann
og úr svip hans má lesa óróa. Drottning læðist aftan að honum og lætur vel
að honum; hann vill í fyrstu ekki þýðast atlotin, en lætur undan og ástríðan
nær yfirhöndinni. Þau velta út af bálkanum og í þeim stellingum koma þeir
Rósinkranz og Gullistjarni að þeim. Þeir ætla í fyrstu að laumast í burtu eins
og þeir hafi ekkert séð, en kóngur og drottning eru þá risin á fætur og eru
að reyna að ná í skottið á viðeigandi virðuleika. Drottning leggur sig í lfma
að sýna þeim elskusemi og trúnað; þeir eru bandamenn konungshjónanna og
þeim falið mikið vandaverk. Þeim hins vegar í mun að vinna sig upp til áhrifa.
En nú kemur Póloníus með tíðindi af Fortinbrasi; samkvæmt þeim fregnum
á sá gamli sjúki og ellihrumi konungur Noregs að hafa kallað Fortinbras
frænda sinn fyrir og bannað honum með öllu að herja á Danaríki. Þau tíðindi
eru þó ekki með öllu trúverðug. En Póloníus hefur fleira í farteskinu: mjög
háfleygt ruglingslegt bréf sem Hamlet á að hafa skrifað til Ófelíu „hinnar
fagurgerðu“. Þetta verður til þess að ákveðið er að liggja á gægjum þegar
Hamlet næst hitti Ófelíu. Hamlet verður þó fyrri til um njósnir, hann er á
göngu og les í bók; heyrir samtalið. Fyrst hefur Hamlet Póloníus að skotspæni
og gengur meðal annars krabbagang sem skelfir Póloníus verulega. Síðan
leikur hann sér að þeim Rósinkranz og Gullinstjarna og nú koma kaðlarnir
við sögu, hann klifrar upp eftir þeim og þeir verða að gera slíkt hið sama til
að ná eyrum hans. Hann fer þá að róla þeim og þeir, einkum Gullinstjarni, er
beinlínis í líkamlegum háska, þegar Hamlet neyðir út úr honum játningu þess
efnis að þeir séu gerðir út af konungi og drottningu til að lesa í hug hans. Eftir
þeim hafi verið sent til þess arna. Síðan kemur Póloníus og segir frá komu
leikaranna; Hamlet hefur spáð fyrir því og þess vegna springa hann og R&
G af hlátri þegar það gengur eftir. Leikararnir koma úr sal. Tal þeirra er allt
mjög hversdagslegt, uns þeir fara að leika. Hamlet bandar þeim burtu og fer
með eintalið um leik og veruleik.
6. atriði
Kóngur, drottning og öll hirðin kemur marsérandi inn. Herlúður, en kóngur
þaggar niður í tónlistinni. Kóngur og Póloníus setja sig í stellingar og Ófelíu er
ætlað að vera beitan. Hún er óviljug og sest út í horn með bók. Póloníús segir:
Þú skalt lesa á þessa bók
yfirskin þeirrar iðkunar skal hjúpa